Er Jón Bjarnason vinsælasti ráðherrann á Íslandi?

Ekki hefði ég neitt á móti því að Jón Bjarnason hyrfi úr ríkisstjórn, en ég myndi vilja sjá það eftir kosningar og að hann hyrfi á braut ásamt öllum samráðherrum sínum.

En ég verð að viðurkenna að mér þykir það merkilegt að sjá einn ráðherra tekin svona út í könnun.  Var virkilega ekki spurt um neina aðra ráðherra?  Miðað við hvaða stuðning ríkisstjórnin hefur notið í könnunum undanfarið verður mæling Jóns að teljast góð.  En það er óneitanlega verra að hafa ekki mælingu á öðrum ráðherrum til að bera hana saman við.

Ég leyfi mér að efast um að aðrir ráðherrar nytu meiri stuðnings á meðal þjóðarinnar, þó að engan vegin sé hægt að fullyrða nokkuð um það mál.

Það sem vekur mesta athygli við þessa könnun er þó að hún skuli vera gerð.  Það þarf þó ef til vill ekki að koma á óvart að hún sé gerð fyrir Fréttablaðið, því það kemur oft býsna skýrt fram hvaða hagsmunum það blað þjónar.

 


mbl.is Meirihluti vill að Jón hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála þessu.  Einelti kemur upp í minn huga.  Það er ótrúlegt hve samfylkingin með litlu essi kemst upp með að niðurlægja einstaka fólk í ríkisstjórninni, og í raun og veru ætti enginn að láta í té nafn sitt við þennan afdankaða þjóðflokk sem aðhyllist stjórnmálaaflið samfylking.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svona hlutir eins og þessi könnun geta auðveldlega snúist upp í andhverfu sína og gera það oft.  Ég yrði ekki hissa þó að þessi könnun myndi auka stuðning við Jón og afla honum samúðar.

En ég man ekki eftir að hafa séð sambærilega könnun birta áður í Íslenskum fjölmiðli, en það kann vissulega að vera minnisleysi af minni hálfu.

Kæmi mér ekki á óvart að könnunin gerði Jón sterkari en nokkru sinni fyrr.

G. Tómas Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 21:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm kæmi ekki á óvart einnig miðað við bloggfærslur.  Samkvæmt því er karlinn að skora stórt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband