Fundað í Brussel til að ákveða hvernig eigi að bjarga klettinum í hafinu

Það er líklega ekki ofmælt að það munu mörg augu fylgjast með því sem gerist í Brussel.  Hvaða leið verður valin til að reyna að bjarga euroinu.  Flestir eru sammála um að engin þeirra er góð, en samt verður eitthvað til bragðs að taka.

Greece the musicalAllir eru sammála um að núverandi ástand getur ekki gengið.  Allir (nema örfáar sálir á Íslandi) virðast vera búnir að sjá að eurosvæðið getur ekki lifað af óbreytt.  Allir eru búnir að sjá að uppbygging og skipulag eurosins var frá upphafi dæmt til að skapa vandræði.  Skapa það ástand sem ríkir akkúrat núna.  Í útbreiddasta dagblaði Íslands var það kallað að stjórnmálamenn hefðu farið offari við að selja kosti eurosins og gleymt að fjalla um gallana.  Þannig tala Íslenskir "Sambandssinnar".

En hvað sem verður tekið til bragðs er líklega óhætt að fullyrða að eurosvæðið og líklega Evrópusambandið verður ekki óbreytt öllu lengur.  Róttækra breytinga er þörf.

En það hlýtur líka að vera flestum ljóst, nú þegar "Sambandsríkin" eru kölluð til fundar til að leggja blessun sína yfir tillögur Merkel og Sarkozy, að allt tal um að ríkin starfi saman á jafnréttisgrundvelli er hjóm eitt.  Á eurosvæðinu eru Þýskaland og Frakkland sólín sem hinum ríkjunum er leyft að snúast í kring um - ef þau hegða sér almennilega.  Annars liggur í loftinu brottvikning úr sólkerfinu.  Við hin 10. ríki "Sambandsins" er sagt að þau verði að vera til friðs, annars einfaldlega fái þau ekki að vera "memm".

Það eiga allir að taka þátt í söngleiknum möglunarlaust, dansa í kringum aðal númerin og syngja með í smellinum, Hopelessly Devoted to EU.

En hvaða leið sem verður valin, er næsta öruggt að hluti af því gjaldi sem þarf að greiða er að lýðræðið innan eurosvæðisins og hugsanlega "Sambandsins" alls verður sett til hliðar eins og þurfa þykir.  Leitað verður allra leiða til að sneiða hjá því að almenningur fái nokkra aðkomu að málinu eða að segja sitt álit.  Honum verður tilkynnt að náðst hafi "glæsileg niðurstaða".

Þunglamalegt stjórnkerfi "Sambandsins" og veikburða stofnanir þess ráða ekki við vandamálið eins og uppbyggingin er í dag.  Þess vegna byggja björgunartilraunirnar á "Merkozy" og hinir bíða á hliðarlínunni.

Eurosvæðið er eins og vistvæn músagildra, það er hægt að komast inn en það er engin leið út, alla vegna ekki með góðu móti.  Þess vegna hafa engin "Sambandslönd" sem enn hafa ekki látið blekkjast af ostinum áhuga á því að taka upp "euroið" um þessar mundir.

P.S.  Drög að þeim ályktunum sem sagt er að  ræddar séu á fundinum hafa að sjálfsögðu lekið út, og má finna hér.

P.S.S. Myndina fékk ég senda en húm mun vera upprunin úr Breska blaðinu The Times


mbl.is Allra augu á Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband