4.12.2011 | 01:38
Hvernig lítur myndavél út eftir 1. ár á sjávarbotni?
Jú, hún lýtur út eins og sést á myndinni hér til hliðar, ekki glæsilega. En á bakvið þessa myndavél er þó falleg saga sem mátti lesa í The Toronto Star í dag.
Fjölskylda missir myndavélina sína í sjóinn, áhugaljósmyndari finnur hana ári síðar. Myndirnar eru enn heilar á minniskortinu og með hjálp samfélagsmiðla er hægt að koma þeim í réttar hendur.
Það að Canon hér í Kanada og Sandisk hafi ákveðið að bæta eigendunum tjónið setur svo punktinn yfir Iið, þannig að sagan fær góðan endi.
En ljósmyndarar standa saman, eða eins og finnandinn segir:
Any photographer finding my camera would do the same, right? Thompson asked his Google+ circle. Thanks for the great help that came from all of you.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.