Evrópusambandið í tilvistarkreppu - töfralausnaflokkur í vanda

Það eru flestir sammála um að Evrópusambandið sé í vanda, flestir tala um stærsta vanda sem "Sambandið" hafi nokkru sinni þurft að glíma við.  Æ fleiri nota líkingar á borð við að "Sambandið" standi á brún hengiflugsins.  Stærsta vandamálið sem "Sambandið" gímir við er euroið, sem virkar eins og lóð sem dregur það að hengifluginu. 

Flestir, en þó ekki allir, segja að ýmsar leiðir séu færar út úr vandanum, en segja um leið að engin þeirra sé góð eða án sársauka.  En vandamálið er að "Sambandsþjóðirnar" eru ekki sammála um hvað leiðir á að fara og stundaglasið er að tæmast, en hver vikan sem líður eykur vandamálið og sársaukann sem fólginn er í hugsanlegum lausnum.

En upp á Íslandi breytist fátt.  Stuðningur við "Sambandsaðild" virðist þó eðlilega fara minnkandi, en hjá ríkisstjórninni breytist ekkert.  Þar eru aðlögunarviðræðurnar það sem halda ríkisstjórninni saman (annars væri Samfylkingin nærri því örugglega búin að slíta þessu hörmungarsamstarfi).  Allt annað er aukaatriði og öllum hindrunum  skal rutt í burtu, svo Ísland geti staðið með hinum "Sambandsríkjunum" á bjargbrúninni.  Orðatiltækið, sætt er sameiginlegt skipbrot kemur óneitanlega upp í hugann.

En hvers vegna er "Sambandsaðild" orðin að þessari þráhyggju hjá Jóhönnu og Samfylkingunni?  Hvers vegna vill flokkrurinn ekki staldra við og sjá hver þróunin verður og vita hvers konar "Samband" rís upp úr tilvistarkreppunni?

Svarið er að þá stendur ekkert eftir.  Þá er flokkurinn búinn að missa töfralausnina og eftir stendur lítill, hnípinn flokkur í vanda með ekkert upp á að bjóða nema forystu Jóhönnu og Össurar. 

En ef til vill er staðan á bjargbrúninni ekki svo slæm í þeim samanburði?

 


mbl.is Óttast framtíð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband