27.11.2011 | 19:06
Óboðleg ríkisstjórn
Þegar forsætisráðherra segir að óboðleg vinnubrögð séu viðhöfð innan ríkisstjórnar sinnar hittir hún auðvitað fyrst og fremst sjálfa sig fyrir.
Hún er jú leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Hún er forsætisráðherra. Hún er "verkstjóri" ríkisstjórnarinnar.
Það liggur því fyrir að Íslendingar hafi ekki boðlegan forsætisráðherra. Reyndar eru byrjaðar vangaveltur (í einum helsta fjölmiðli Samfylkingarinnar) að Ísland hafi engan forsætisráðherra.
Það er komin tími til þess að forsætisráðherra biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og efnt sé til kosninga.
Ríkisstjórn þar sem hver höndin er upp á móti annari er ekki það sem Íslendingar þurfa. Þeir eiga betra skilið.
Það þarf kosningar, það þarf að skipta um forystu á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þrískipting valdsins er úr sögunni. Dómsvald, framkvæmdavald og lögjafavald er nú komið á eina hendi að mér sýnist. Allavega er klofað á milli eins og engin séu mörkin. Engin virðist þekkja takmarkanir valdsviðs síns og þekkingin á stjórnarskrá og lýðræði virðist núll. Nú ætlar forsætisráðherra og alþingi að taka ómakið af öllum og fara að semja lög, samþykkja þau og framfylgja.
Í skólabókum heitir þetta einræði, en kannski héldu þau að umboðið sem þau fengju frá okkur væri það. Þvílíkur hænsnaher! Eftir öllum kokkabókum eiga þessi inngrip og viðbrögð að nægja forseta til að slíta þingi umsvifalaust. En þetta er nú einu sinni ísland. Þarna erum við allavega spez.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 00:10
Hlekkurinn sem þú gefur er einmitt talandi fyrir ranghugmyndir Samfylkingarmanna um umboð og vald. Í þeirra augum er bara einn fuhrer og annað er bara prjál.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 00:13
Ríkisstjórnin er í andarslitrunum. Það eina sem hún hefur enn kraft í er innbyrðis átök. Tilraunir til að koma "svarta pétrinum" yfir á samstarfsflokkinn er dagsskipunin.
Kosningar eru nauðsynlegar til að hreinsa til og endurnýja umboð Alþingis og ríkisstjórnar. En til þess má ríkisstjórnin ekki hugsa, enda ólíklegt að hún hlyti endurnýjað umboð.
Þess vegna er ekki ólíklegt að harmleikurinn teygist í einn þátt enn.
G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2011 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.