18.11.2011 | 13:57
Ein mynt, ein fjármálastjórn, eitt ríki?
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að ýmsir innan "Sambandsins" vilji meiri samruna og stefni eins hratt og mögulegt er að sambandsríki.
Ég geri mér þó ekki grein fyrir hvað Schauble telur sig vinna með því að hamra á þessu í dag, nema ef til vill að gera viðræður Cameron og Merkel erfiðari, því þetta er auðvitað ekki hjálplegt Cameron heima fyrir. Ef til vill er Cameron næstur í röð þeirra leiðtoga sem "Frankfurt hópurinn" telur sig þurfa að koma frá.
En það er flestum ljóst að ef euroið á að lifa krísuna af verður að gera veigamiklar breytingar á uppbyggingu gjaldmiðilsins og þá líklega í framhaldi af því alls Evrópusambandsins. Þess verður krafist af aðildarríkjum að þau gefi eftir sívaxandi hluta af fullveldi sínu.
Það fyrsta sem euroríkin verða líklega að gefa eftir verður forsjá yfir fjármálum sínum. Því Schauble (og reyndar margir aðrir) er þess fullviss að það er nauðsynlegt skref til að bjarga sameiginlega gjaldmiðlinum. Að hans mati er fjárhagslegt fullveldi euroþjóðanna vandamálið.
Síðan er líklegt að gengið verði lengra, skref fyrir skref, aukin þrýsingur verður á samræmingu skatta og síðan verður gengið í það að krafti að finna "Sambandinu" sjálfu aukna tekjustofna, sem verða líklega teknir af aðildarríkjunum, því víðast hvar háttar svo til að varla er hægt að auka álögur á almenning.
Þannig verður gengið koll af kolli, uns sambandsríki Evrópu verður til.
Þess vegna eiga Íslendingar að staldra við, draga umsókn sína til baka, eða setja hana á ís. Í dag veit í raun enginn hvers konar Evrópusamband er verið að sækju um aðild að.
Auðvitað geta einstaklingar ornað sér við að mögulegt sé að segja sig úr "Sambandinu", en það hefur komið æ betur í ljós að það er, rétt eins og euroið sjálft, tálsýn. "Sambands" og euroaðild er eins og vistvæn músagildra, það er hægt að komast inn, en það sleppur engin út.
ESB einn daginn sameinað með evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
það sem er vandamálið við að sameina evrópu er það að tungumálin eru næstum jafn mörg og þjóðirnar það mun gera samrunann erfiðan ef ekki óframkvæmanlegan, Evrópa er ekki sambærileg við USA að þessu leiti sem hefur eitt tungumál Enskuna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 14:47
Er þetta ekki bar bein hótun Wolfgang Schäuble gagnvart Bretum?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.