Capacent könnun. Dregur úr fylgi við aðildarviðræður

Það er eiginlega ekki hægt að segja mikið um þessa könnun.  Það verður að bíða eftir því að eitthvað meira birtist um hana, ef eitthvað meira verður þá birt.  Til þess að ná að segja að meirihluti styðji aðildarviðræðum (jafnvel þó að þjóðaratkvæði sé hengt þar á til að reyna að ná til fleiri) er brugðið á það ráð að birta aðeins niðurstöðu þeirra sem taka afstöðu.

2 skodanakannanirÞað er reyndar með hálfgerðum eindæmum að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega birti samanburð eins og hér er til hliðar.

Eins og sést á myndinni (sem ég fékk "lánaða" úr Fréttablaðinu) er MMR könnuninni skipt í 3 hluta, Fylgjandi, hvorki né, og svo andvígur.  Capacent könnuninn er svo aðeins skipt í 2. hluta ljúka og slíta.

Engu líkara en það eigi að reyna að fá Íslendinga til að trúa því að allir hafi tekið afstöðu.

Þrátt fyrir þetta og þá staðreynd að reynt að að nota jákvæða ímynd þjóðaratkvæðagreiðslu, fer fylgi við þann valkost dvínandi.  Fylgismenn aðildar reyna þó að bera sig vel og segir formaður Sterkara Íslands í Fréttatímanum að hann hafi átt von á því að stuðningur við aðild hefði minnkað enn meira.  Það er þetta með stjórnmálamennina og varnarsigrana.

Það er heldur ekki nema von að formaðurinn hafi átt von á meira fylgishruni, því þeir sem fylgjast með því hvernig ástandið er í "Sambandinu" og sérstaklega á eurosvæðinu, eru auðvitað rasandi á því hve margir Íslendingar vilja ennþá "kíkja í pakkann".

En auðvitað fækkar þeim sem hafa áhuga á aðildarviðræðum jafnt og þétt þegar Íslendingar átta sig á hvers eðlis aðildarviðræðurnar eru og enn frekar þegar litið er yfir sviðið og sést hvernig vandræðin hrannast upp á eurosvæðinu.  Æ fleiri átta sig á að euroið er byggt á draumsýn og rifist er um hvað þurfi að gera til að koma undir það fótunum og hvernig eigi að gera það.

Engin veit í hvaða átt Evrópusambandið stefnir eða vill stefna og koma misvísandi yfirlýsingar fram oft í viku, allt eftir við hvaða framámann er talað, en framámenn er þó eitthvað sem "Sambandið" hefur nóg af, þó að kjörnum leiðtogum fari fækkandi.

Þess vegna er tímabært að draga aðildarumsóknina til baka.

P.S. Bætt hér við.  Var að sjá að RUV var að fjalla um Capacent könnunina.  Þeir mega eiga það að þeir nefna MMR könnunina jafnhliða, en eru þó eins og aðrir að bera saman kannanirnar án þess að reikna þær upp, þannig að MMR niðurstaðan inniheldur óákveðna, en Capacent niðurstaðan ekki.  Undarleg vinnubrögð.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir kjósa að birta könnunina þannig að aðeins þeir sem taka afstöðu eru látnir gilda. Ekkert hef ég séð um stærð úrtaksins.

Þetta er því skoðanahönnun en ekki skoðanakönnun.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 05:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

2009 var gerð skoðanakönnun um það hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um það að leggja inn umsókn. Frumvarp þess efnis var líka lagt fram.

Ríflega 76%  vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort í Bjarmalandsförina væri lagt. 17% vildu það ekki. aðeins um 7% tóku ekki afstöðu.

Engu að síður var ákveðið að meina fólki þennan vilja og sótt um þvert ofan í allt lýðræði.  Nú beita inir sömu lýðræðisböðlar fyrir sig þeim rökum einum fyrir áframhaldandi umsókn að lýðræðið beri að virða og leyfa fólki að kjósa um inngöngu í kosningu, sem í ofanálag er ekki bindandi. Þ.e. eftir að utanríkisráðherra hefur skrifað undir samninginn fyrir hönd þjóðarinnar.

Og til að hnykkja enn frekar a þá var þetta frumvarp um umsókn aldrei borðið undir forseta til samþykktar eða synjunnar, svo það er í raun ólöglegt og ógilt.

Hvað þarf til að fólk skilji þetta samhengi?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 08:21

3 identicon

Ég ætla nú ekki að reyna að lesa neitt sérstak út úr þessum könnunum eða túlka í "rétta"átt.

Í kosningum eru tekið mið af þeim sem kjósa, ekki þeim sem sitja heima og kjósa ekki. Er þá ekki eðlilegt að líta til þeirra sem tóku afstöðu, og er ég þá að tala um báðar þessar kannanirnar?

bmarteinsson@gmail.com (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:38

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er sterk hefð fyrir því að gefa upp hve margir eru óákveðnir jafnhliða hve margir völdu þá kosti sem í boði voru.  Það er gert í og með vegna þess að það skiptir máli þegar litið er til þess hve mikið er að marka niðurstöðurnar.  Því færri óákveðnir, því betra er talið að jafnaði.

Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að reikna jafnhliða hvernig úrslitin eru ef aðeins þeir sem tóku afstöðu gilda.  En að setja þessar tvær mismunandi reikningsaðferðir upp hlið við hlið, er auðvitað verulega villandi.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband