Euro gröf

Þegar fjallað hefur verið um vanda eurosins undanfarin misseri hefur oft verið rætt um mismuninn á milli norður og suður hluta eurosvæðisins.Því set ég inn hér 3. gröf sem gefa til kynna hvernig þróunin hefur verið í þeim efnum síðastliðin 12. ár eða svo.  Gröfin snúa að framleiðniaukningu, Euro NorthZraunlaunaaukningu og svo þróun viðskiptahalla.

Vissulega er munurinn mikill, á meðan suðrið var á mikilli uppleið var það jafnan haft til marks um það hve vera ríkjanna í "Sambandinu" og euronotkun þeirra gerði þeim gott.

Nú þegar komið hefur í ljós að því sem næst engin innistæða var fyrir uppgangnum, er þetta auðvitað allt spilltum og misvitrum "lókal" stjórnmálamönnum að kenna.

Raunar hefur oft mátt heyra enduróm af þessum málflutningi á Íslandi, þar sem eiginlega allur Euro SouthZuppgangur átti að vera EES samningnum að þakka, en það sem síðan fór miður, er auðvitað Íslenskum stjórnmálamönnum að kenna.

En eins og sést greinilega á gröfunum þarf að vera innistæða fyrir uppgangnum og það er einmitt það sem vantar. 

En það þarf heldur ekki að horfa á gröfin lengi til að sjá að ein mynt hentar þessum svæðum ekki vel.

Nú á að reyna að brúa bilið með því að gefa út sameiginleg skuldabréf sem vissulega geta hjálpað til í augnablikinu.  Þau koma hins vegar ekki til með að leysa þann vanda sem blasir við, að suðrið hefur á undanförnum 10. árum eða svo, glatað samkeppnishæfni Euro TradeB.sinni við norðrið.  Þar liggur vandinn.  Áður fyrr hefði gjaldmiðill þessara landa sigið, en nú þegar þau hafa í raun tekið upp "erlenda" mynt, verður eitthvað annað undan að láta.  Viðskiptahallinn eykst, atvinnuleysi eykst o.s.frv.

Ef einhver á í fórum sínum svipuð eða sambærilega gröf fyrir Ísland þætti mér fengur af því að fá þær upplýsingar.

Öll gröfin sem hér eru birt eru fengin að láni héðan: Growth and competitiveness cycles in the euro zone: 10-year cycles that divide the Northern and the Southern euro zone

P.S.  Fyrirsögnin á þessum pistli er auðvitað skelfilega tvíræð, en ég gat ekki stillt mig um að setja hana

 

 

 


mbl.is Áætlun um evruskuldabréf lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband