15.11.2011 | 16:00
Danir vilja ekki Euro - eðlilega
Það væri eitthvað skrýtið ef stór hluti Dana vildi taka upp euro við þessar aðstæður. Til þess eru þeir almennt allt of skynsamir. Það borgar sig ekki að taka upp erlendan gjaldeyri - allra síst við kringumstæður sem nú ríkja á mörkuðum.
Danska krónan er hins vegar bundin við Euroið, með lágum vikmörkum, mig minnir að þau séu 2.5%. Það er ekkert nýtt fyrir Dani að mynt þeirra sé bundin erlendri mynt, ef ég man rétt var krónan þeirra heitbundin Þýska markinu áður en trúfestan var flutt yfir til eurosins. Margir myndu því segja nú að þeir hafi flutt bindingu krónunnar frá einni Þýskri mynt til annarar Þýskrar myntar.
En samt sem áður prenta Danir sína eigin seðla og geta gefið út skuldabréf í sinni eigin mynt. Það er mikilvægur varnagli sem ég er ekki hissa á að Danir vilji halda í. Þeir eru "ekki lokaðir inni" í erlendri mynt eins og Grikkir, Ítalir, Spánverjar og eiga því mun fleiri úrræði ef hlutir þróast til enn verri vegar. En vegna óróans á Eurosvæðinu hefur fjárstreymi aukist til Danmerkur og þeir lækkuðu vexti meira en Evrópski seðlabankinn gerði, og vonast líklega eftir að krónan þeirra veikist örlitið.
Vegna féflótta frá Eurosvæðinu standa Dönsk skuldabréf vel, en vandræði á húsnæðismarkaði (fasteignaverð hefur lækkað u.þ.b. 25%), aukið atvinnuleysi og fjárlagahalli eru vandræðin sem blasa við Dönum.
En Danskur efnahagur er í brekku, enda auðvitað nátengdur Eurosvæðinu og virðist hafa mun verri framtíðarhorfur en t.d sá Norski, Finnski, eða Sænski.
En þeir hafa krónuna og virðast vera nógu skynsamir til að vilja halda henni.
Danir hafna evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.