12.11.2011 | 22:47
10 héruð, 1. mynt, 1. seðlabanki, 1. ríki
National Post birti í dag athygliverðan samanburð á héruðunum (provinces) hér í Kanada. Þó að vissulega megi sjá svipaðar meginlínur, er töluverður munur á efnahag héraðanna. Verðbólga er mismunandi og svo framvegis.
Þetta er þrátt fyrir sterkt alríkisvald (federal goverment), en meginhluti tekjuskatta renni í alríkissjóð. Ríkisstjórnin leggur á frá 15 til 29% tekjuskatt og héruðin bæta síðan við frá 5 til 24% (hér skera Quebec og Nova Scotia sig nokkuð úr, en önnur héruð eru undir 20%), allt eftir tekjum og hvar einstaklingurinn býr. Söluskattur er nokkurn vegin jafn, ríkisstjórn með 5% en héruðin leggja á frá 0 til 10%. Alls staðar eru þó matvæli undanþegin söluskatti.
Það er gaman að skoða mismunandi tölur og velta því fyrir sér hvernig uppbyggingin er. Hinum megin við Atlantshafið eru 17. ríki, 1. gjaldmiðlli, 18. seðlabankar og varla hægt að segja neitt "alríki". En þrátt fyrir sterkt Kanadískt alríki er staðan verulega mismunandi eftir héruðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.