9.11.2011 | 19:38
Fasísk minni í frímerkjaútgáfu?
Ég verð að viðurkenna að mér finnst skrýtið að sjá talað um daður Framsóknarflokksins við "fasísk minni", en vissulega er það svo að skoðanir einstaklinga eru mismunandi og er þeim frjálst víðast hvar að setja þær flestar hverjar fram. Við verðum að vona að að svo verði áfram.
Þó að ég verði að viðurkenna á sjálfan mig að vera ekki þaulkunnugur merkjum Framsóknarflokksins og að hvaða leiti þau daðra við fasísk minni, þá fannst mér þó að Eiríkur Bergmann hlyti að eiga við það merki sem ég hef sett hér inn.
Hvað það sem gerir það að verkum að merki þetta "daðri við faskísk minni" er mér ekki alveg ljóst, en þar sem það getur varla verið hið "gamla" merki flokksins hlýtur það að vera Íslenski fáninn, sem þarna glittir í, eða þá sólin sjálf, nema að þau saman séu fasísk í eðli sínu.
Það fyrsta sem mér datt hins vegar í hug þegar ég sá þessa útfærslu á merki framsóknarflokksins var frímerki.
Nánar tiltekið frímerki sem gefin voru út á Íslandi árið 1969 til að fagna 25. ára afmæli lýðveldis á Íslandi. En það sýnir einmitt sól rísa yfir Íslenska fánanum. Er merki Framsóknar reyndar svo líkt að mér þykir ekki ólíklegt að frímerkið hafi verið haft til hlíðsjónar við gerð merkisins.
En erum við komin þangað að hvert sinn sem stjórnmálaflokkar láta glitta í Íslenska fánann eða vísa til þjóðlegra gilda sé byrjað að tala um þjóðernistefnu, þjóðrembing og daður við fasísk gildi?
Eða er það svo í hugum sumra að hver sá sem heldur takti við trumbuslögin frá Brussel og ekki dansar við Óðinn til gleðinnar er þjóðremba, þjóðernissinni, einangrunnarsinni eða þaðan af verra?
Reyndar virðist vera sterk tilhneyging um alla Evrópu að reyna að koma þeim stimplum á alla sem voga sér að láta í ljósi andstöðu við "Sambandið" að þar séu á ferðinni hættulegir þjóðernissinnar, "populistar" og viðkomandi séu andsnúnir Evrópu eða samstarfi Evrópuþjóða.
Ekki ætla ég að svara fyrir þá alla en oft á tíðum er þetta einfaldlega rangt.
Hvað varðar deilur um hvað sé skrifað í nafni stofnana eða ekki, þá hlýtur það alltaf að orka örlítið tvímælis þegar einstaklingar skrifa greinar eða fréttaskýringar og taka fram hjá hvaða fyrirtæki þeir starfa. Það veldur oft misskilningi. Hitt ber líka að hafa í huga að það er gott fyrir þá sem lesa að vita hvar viðkomandi stendur.
Það er svo afskaplega klaufalegt hjá Fréttatímanum að setja auglýsingu frá Háskólanum á Bifröst á síðuna þar sem Eiríkur skrifar, það litur út nærri því út eins og skólinn sé að sponsora skrifin.
P.S. Persónulega finnst mér álíka langsótt að tengja merki Framsóknar við fasísk gildi og stefna hans við þjóðernisstefnu og að tengja Samfylkinguna og merki hennar við kommúnisma. En hver veit, syngja þeir ekki ennþá "Nallann" á fundum?
P.S.S. En það er engin ástæða til að láta "hlutlausa" prófessora fara um of í taugarnar á sér. Þeir eru allt of margir til að tími sé til þess.
Yfirlýsing framsóknarmanna röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Þessi maður hefur tapað öllu jarðsambandi. Síðast líkti hann andstæðingum ESB við norska fjöldamorðingjann og enn leitar hann að staðfestingu á því að 70% landsmanna sé af sama sauðahúsi.
Honum hugnast kannski betur impeialísk táknfræði Evrópskra ríkja (code of arms). Er ekki örvæntingin bara soðin uppúr hjá þessum aumingjans manni.
Fyrir mér er hann persona non grada og kæri mig lítið um hvað hrærist í hans firrta kolli.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 23:32
Sammála ykkur drengir mjög svo.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 00:39
Hann hefur greinilega enga hugmynd að auki um það hvað fasismi þýðir. Fasismi hét uppaflega Corporatism eða corporativism en hugmyndafræðingurinn Mussolini breytti síðar um nafn á fyrirbrigðinu í orðið knyppi eða klasi, sem er í raun nákvæm birtingarmynd samvinnu stjórnmálastétta og fjármagnseigenda, sem á sér stað í EU og USA.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.