Landstjóri hennar hátignar á Nýfundnalandi og Labrador segir brandara

"This fellow said, 'I was so depressed last night thinking about the economy, wars, jobs, my savings, social security, retirement funds, etc., I called a suicide hotline and got a call centre in Pakistan. When I told them I was suicidal, they got all excited and asked if I could drive a truck."

John Crosbie, landstjóri hennar hátignar, Elísabetu Bretadrottningar á Nýfundnalandi og Labrodor, lenti í fjölmiðlavandræðum fyrir að segja þennan brandara við athöfn þar sem nýjir ráðherrar fylkisins svóru eiða.

Eftir að þó nokkuð fjölmiðlafár upphófst, þar sem Kanadabúar af Pakistönskum uppruna töldu brandarann niðurlægjandi fyrir Pakistani, hefur landstjórinn nú beðist afsökunar og lofað því að vera leiðinlegur (boring) við allar opinberar athafnir hér eftir.

Crosbie á að baki nokkuð litríkan pólítískan feril, þekktur fyrir hispurslaus tilsvör ef svo má að orði komast.  Stundum hefur verið sagt hér að "he shoots from the lip", svo Enskunni sé slett.

Kanadabúar virðast almennt skiptast í 2 hópa, í þessu máli, þá sem finnst þetta algerlega óviðeigandi, og svo hina sem taka þessu léttar, segja að umræðan megi ekki verða of "gerilsneydd" og "pólítískur réttrúnaður" megi ekki kæfa allan léttleika.  Sumir bæta því við að þetta sé eftir allt bara John Crosbie.

Við sama tækifæri sagði Crosbie að efnhagsástandið væri orðið það erfitt í Bandaríkjunum að Exxon-Mobil hefði þurft að segja upp 25 þingmönnum.

Eftir því sem ég kemst næst hefur enginn kvartað undan þeim brandara.

Hann sagði einnig að efnahagsástandið væri orðið svo slæmt í Bandaríkjamönnum að hópur þeirra hefði verið gripinn á trukk að stelast yfir til Mexikó.

Það virðist sömuleiðis hafa verið innan þeirra marka sem allir Kanadabúar þola.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband