Tryggir Euroið þá ekki kaupmátt og velmegun?

Eins og ég hef oft áður minnst á hér á blogginu, virðast margir Íslendingar standa í þeirri meiningu að Euroið tryggi kaupmátt og velmegun.  Sé með öðrum orðum (kaupmáttar)kletturinn í hafinu.

En það er auðvitað ekki svo.

Gjaldmiðill tryggir ekki kaupmátt eða lífskjör, það gerir verðmætasköpun í viðkomandi landi, alla vegna þegar litið er til lengri tíma.

Euroið tryggir ekki lífskjör Grikkja, né viðheldur kaupmætti þeirra.  Eins og kemur fram í fréttinni er atvinnuleysi gríðarhátt og landflótti eykst með degi hverjum.

Fyrir stuttu mátti lesa fréttir um að "Sambandið" legði hart að Grikkjum að lækka lágmarkslaunFréttir berast sömuleiðis af miklum fólksflótta frá Írlandi.  Fólksflótti og launalækkanir hafa sömuleiðis átt sér stað í Eystrasaltslöndunum, þó að gjaldmiðlar þeirra séu beintengdir Euroinu, og Eistland hafi tekið upp Euroið um síðustu áramót.

Það er eiginlega með eindæmum að Íslensk stjórnvöld skuli ekki hugleiða að staldra við og sjá hvernig þróunin verður í málefnum "Sambandsins" og Eurosins, áður lengra er haldið á aðildarbrautinni.

Það er sömuleiðis með eindæmum að því skuli enn vera haldið fram að ástand á Íslandi yrði sem líkast ástandinu í Þýskalandi, bara gengið er í "Sambandið"  og tekið upp Euro.

Því hefur reyndar verrið haldið fram í stærsta dagblaði Íslands að stjórnmálamenn innan "Sambandsins" hafi hreinlega gleymt að segja almenningi frá göllum Eurosins, svo áfram hafi þeir verið um að "selja" kosti þess. 

Það verður ekki betur séð en slík valkvæð gleymska sé býsna algeng meðal Íslenskra "Sambandssinna".


mbl.is Ungir Grikkir leita annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband