27.10.2011 | 02:06
Það sem á ekki að geta sokkið
Einhverra hluta vegna virðist Titanic koma gjarna upp í hugann hjá fólki þegar talað er um Euroið undanfarin misseri.
Hér til hliðar er plakat sem Eistneskir efasemdarmenn um Euroið létu gera og hékk víða uppi í landinu í kringum síðustu áramót. En Eistland tók eins og kunnugt upp Euro í janúar síðastliðnum og samþykkti sína ábyrgð fyrir björgunarsjóðinn seint í september.
Myndina hér að neðan fékk ég svo senda fyrir nokkrum dögum frá kunningja mínum uppi á Íslandi, en eftir því sem mér skilst hefur hún gengið þar manna á milli.
Og nú líkir Ítalski fjármálaráðherran Euroinu sömuleiðis við Titanic.
Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Grín og glens | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst ósmekklegt að líkja Titanic við ESB. Þarna dó fólk!!
Það er alltaf gaman að búa á eyju og þykjast þekkja til annars staðar.
Það er gott að vera í hlýju rúmi og lesa fréttir um það hvað er að gerast úti í heimi.
Fólk notar evru dags daglega. Ég nota evru dags daglega. Ég hef ekki búið við hækkun lána, hækkað matarverð eða þess sem krónan býður upp á. Jú, ég hef búið við endalausa hækkun LÍN lánsins míns.
Ef horft er á gjaldmiðil út frá einstaklingi en ekki ríkis, þá er evran betri.
Ríkisstjórnir stóðu sig ekki. Ég skil ekki alveg hvernig hægt er að tala endalaust út frá ríkinu. Kanski eru Íslendingar með þá hugsun að ríkið sé fyrst og svo einstaklingar.
Þessi hugsun er úrelt. Vaknið!! :)
Stefán (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 07:32
Stefán: Fólk er líka að deyja vegna ESB. Líklega verður sá tollur ívið hærri en á þessu skipi. Líkingin á fullan rétt á sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 08:46
Titanic er í þessu tilviki myndlíking þess að stjórnendur þess trúðu því að það gæti ekki sokkið og það væri það stórt og öflugt að ekkert gæti grandað því, kannski svolítið líkt hugsanagangi Evrópusinna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 11:11
Húmor er oft svartur og misjafnt hvernig fólk tekur honum, ég eltist ekki við það.
Það hefur margsinnis komið fram hér á blogginu mínu að ég bý ekki á Íslandi, en það breytir því ekki að ég hef mikinn áhuga á því sem þar gerist og ég leyfi mér að hafa á því skoðanir.
Fullt af fólki notar Euro daglega, rétt eins og krónu og alla aðra gjaldmiðla heims. Eistlendingar svo dæmi sé tekið höfðu bundið krónu sína við Euroið í langan tíma áður en þeir tóku það upp síðastliðin áramót.
Þeirra lán hafa ekki hækkað, en fasteignaverð hrundi í landinu, laun voru lækkuð verulega (allt upp í 40% en sem betur fer var það ekki yfir línuna), atvinnuleysi rauk upp, og fór í u.þ.b. 20%, en stendur nú í u.þ.b. 14%.
Ég er ekki viss um að þeir eintaklingar sem hafa misst atvinnuna og horft upp á húsið sitt hrynja í verði telji að gjaldmiðillinn hafi verið góður fyrir einstaklinginn. Á sama tíma er verðbólga í Eistland sú hæsta á Eurosvæðinu, merkilegt nokk frekar svipuð og á Íslandi.
Mér þætti hins vegar fengur að því að vita hvar sá býr sem ekki býr við hækkað matarverð, því kunningjar mínir, sama hvar þeir búa tala allir um stórhækkað matarverð, enda hefur það heimsmarkaðsverð á matvælum stórlega hækkað.
Hitt er svo annað sem ég tel að rétt sé að hafa í huga, er að oft er miðað við ástand mála t.d. á Íslandi (og annarsstaðar sömuleiðis) er talað eins og ástandið árið 2007/2008 hafi verið rökrött og rétt sé að miða ástandið nú við það.
Þar liggur margur hundurinn grafinn að mínu mati og skekkir oft umræðuna.
G. Tómas Gunnarsson, 27.10.2011 kl. 15:16
Eins og Síðuhöfundur G. Tómas þá bý ég heldur ekki í föðurlandinu, en hann býr vestan hafs og ég les oft stórgóðar greinar hans.
Sjálfur bý ég í ESB/EVRU landinu Spáni og nota gjaldmiðilinn EVRU daglega.
Hér er hinns vegar allt í volli og atvinnuleysi á landsvísu hefur verið hryllilegt og langvarandi nú er það 21,3% og 44% meðal ungs fólks.
Ég tel að Evrukrýsan eigi bæði eftir að hitta Ítalíu og Spán fyrir, alveg sama hvað embættis Elíta ESB og EVUNNAR gerir.
Þessi björgunarpakki uppá 1,3 billjónir Evra til þess að bjarga þessum vonlausa gjaldmiðli og því að Stórkapítal Evrópu fái nú örugglega greiddar Grísku kröfurnar sínar á ekki eftir að endast mánuðinn.
Þá byrjar darraðardansinn á nýjan leik og þetta banvæna tvíeyki sem ég kalla "MerKozy" aftur á sínum neyðarfundum.
Ekkert af þessum risa björgunarsjóði fer til þess að hjálpa almenningi í Grikklandi eða annars staðar á EVRU svæðinu að greiða skuldir sínar eða bæta lífskjör þeirra.
Þetta fé fer allt til helstu og verstu Braskbanka ESB/EVRU svæðisins og reikningurinn verður sendur allur á næstu kynslóðir almennings á ESB/EVRU svæðinu.
Að koma hinum græðgisvædda alheims kapítalisma Evrópu og alls heimsins til bjargar með þessum hætti kalla ég ekkert annað en "Sósíalisma Andskotans" !
Gunnlaugur I., 27.10.2011 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.