Staðreyndir úr ýmsum áttum.

Stundum þegar ég þvælist um internetið rekst ég á alls kyns staðreyndir sem vekja athygli mína, ýmist vegna þess að ég hef haft vitneskju um um viðkomandi hlut, eða þá að framsetningin er á einhvern hátt nýstárleg.  Stundum sker ég og skeyti og safna þessum staðreyndum saman, hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir sem hafa vakið athygli mína í þessari viku.

 

Í Frakklandi hefur hvert einasta fjárlagafrumvarp verið með halla síðan 1973.

U.þ.b. 45% ungs fólks (16 til 24ja ára) er atvinnulaust á Spáni.

Á Íslandi fær einstaklingur með meðallaun ekki nóg útborgað til að greiða kostnað við dagheimilisdvöl tveggja barna. (Þetta á reyndar við um fjöldamörg lönd).

Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Luxemborg og Spáni er aðeins heimilt að þjóðhöfðingjar komi úr einni fjölskyldu.  Í gegnum Bretland gildir þetta einnig um t.d. Kanada, Ástralíu og fleiri ríki.

3. milljarðar dollara (u.þ.b. 340 milljarðar króna) er sú upphæð sem áætlað er að Kanadabúar greiði meira fyrir landbúnaðarafurðir en þeir þyrftu ef verslun, framleiðsla og innflutningur væri frjáls.

Upprunaleg merking borgarheitisins París, er talin vera Borg hins vinnandi fólks.  Margir vilja halda því fram að það sýni best hvað það er gamalt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband