Hvers vegna þurfa Íslendingar svo mikið á hagvexti að halda?

Stundum er talað um að ríki einblíni um of á hagvöxt.  Það er auðvitað að hluta til rétt.  Það er fleira sem gefur lífinu gildi en hagvöxtur.

En Íslendingar þurfa á hagvexti að halda og það helst þónokkrum og það í töluverðan tíma.

Aðalástæðuna má sjá hér....   súlu númer tvö ofanfrá, Vaxtagjöld ríkissjóðs.  Næst stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs, vextir.  Það þarf að greiða niður skuldir, það þarf að auka tekjur, æskilega leiðin til að gera það er að stækka kökuna, nota hluta ríkissjóðs af hagvextinum til að borga vexti og greiða niður lánin. 

Hin leiðin sem er í boði:  Hækka skatta, skera niður, og síðan hækka skatta aftur, og skera meira niður ... endurtakist eftir þörfum.

Eina skynsamlega leiðin er að auka fjárfestingu, auka atvinnuþátttöku (draga úr atvinnuleysi og þar með vonandi kostnaði við súlu númer 1 og einnig auka skatttekjur), auka hagvöxt og greiða vonandi niður lán og draga þar með úr vaxtakostnaði.

Því fyrr, því betra sem raunhagvöxtur fer af stað.  En á meðan Ísland vermir botnsæti landa þar sem fjárfsting er talin aðlaðandi, er ekki líklegt að hjólin fari að snúast.  Á meðan hver sá sem sýnir fjárfestingu á Íslandi áhuga, virðist vekja skelfingu hjá stórum hluta stjórnmálamanna sem landsmanna, á meðan lög hafa ekki verið samin, heldur stuðst við geðþóttaákvarðanir embættis og stjórnmálamanna, er ekki líklegt að nokkuð gerist.

En það er auðvitað alltaf hægt að treysta á niðurskurðinn.

Það er heldur ekki þar með sagt að niðurskurðurinn eigi ekki rétt á sér.  Hann er líklega nauðsynlegur samhliða hagvextinum.  Hið opinbera líklega alltof stórt og vambsítt á Íslandi, þar er þörf á gagngerri endurskoðun.  Stjórnmálaflokkar þurfa að gera grein fyrir því hvernig stefna þeirra í ríkisútgjöldum er.  Ég hef það á tilfinningunni, að þau séu ennþá dálítið 2007, svo notað sé vinsælt Íslenskt slangur.

P.S.  Bestu þakkir til DataMarket fyrir einfalda og frábæra framsetningu á fjárlagafrumvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband