Undarleg úttekt?

Nú er það jákvætt að gerð sé úttekt á Suðurnesjum og Suðnesjamönnum og ekki ætla ég sérstaklega að spauga með þá.

En mér þykir þessi frétt nokkuð skrýtin og óljós.  Í samstarfi við hvern er Evrópusambandið að gera úttekt á Suðurnesjum?  Hverjum bauð "Sambandið" að gera úttekt á Suðurnesjum?  Fyrir hvern starfar Anna Margrét Guðjónsdóttir (Margrét er að mér skilst handhafi titilsins "Evrópumaður ársins" og jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar) sem ráðgjafi í þessu verkefni?

Höfðu Íslensk stjórnvöld milligöngu um þetta mál eða er þetta "prívatverkefni" af hálfu Evrópusambandins?

Eiga Íslendingar von á því að Evrópusambandið hyggist "taka út" fleiri landssvæði á Íslandi?

Orðalagið, "..að án efa eigi þær [niðurstöðurnar úr úttektinni] eftir að koma svæðinu til góða, ekki síst ef Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.", er óneitanlega nokkuð gildishlaðið.   Svona eins og að niðurstöðurnar verði ekki sérlega mikils virði ef Íslendingar hafni "Sambandinu".

Ef einhver veit meira um sögu þessa verkefnis eru upplýsingar vel þegnar hér hér athugasemdum.

Ég velti einnig fyrir mér hvort að það sé algengt að erlend ríki eða ríkjasambönd bjóðist til að gera úttektir svipaðar þessari á Íslandi?

Í mínum huga vekur þessi frétt alla vegna mun fleiri spurningar en svör.


mbl.is ESB tekur út Suðurnesin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eða bara yfirleitt önnur ríki sem eru að sækja um aðild, eða þau sem eru gengin í sambandið og eru í erfiðum mállum.  Þetta lyktar af....... mútum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að hvaða gögnum hafa þeir aðgang að og með leyfi hverra? Ég vil líka fá svör.

Eru fleiri ríki og stofnanir á sama díl? Hvað segja menn ef Kínverjar væru að þessu?

Ég vil líka fá svör og það ekki síðar en á morgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband