5.10.2011 | 21:57
Samningsmarkmiðið er aðeins eitt
Það þarf engan að undra að Jóhanna skuli lýsa því yfir að mótun samningsmarkmiða Íslands standi fyrir dyrum.
Þegar stefnuræðan er "copy/paste" úr eldri stefnuræðum, gömlum kosningaloforðum og öðru orðagjálfri sem gjarna safnast á tölvur stjórnmálamanna með tíð og tíma er alltaf hætta á mistökum.
Það er hinsvegar alvarlegt mál fyrir Jóhönnu að hún skuli ekki hafa betri prófarkalesara/yfirfarara.
En auðvitað hefur engin vinna farið í samningsmarkmið, auðvitað fara Íslendingar ekki með kröfugerð á hendur Evrópusambandinu. Hefur einhver heyrt um þjóðir sem gera það?
Samningsmarkmið Samfylkingarinnar og nú ríkisstjórnarinnar hefur frá upphafi einungis verið eitt.
Að ganga í Evrópusambandið.
Samningamenn sitja svo yfir því hvaða undanþágur gæti þurft til að blekkja þjóðina til að samþykkja samning, og hvað lengi þær mega vara.
Samningamenn þurfa jú að koma heim með glæsilega niðurstöðu.
Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Því miður er þetta satt og rétt, eins sorglegt og það nú er.
Haraldur Hansson, 5.10.2011 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.