5.10.2011 | 17:01
In God We Trust
In God We Trust, er velþekkt slagorð úr fjármálaheiminum. Það hefur prýtt Bandaríska seðla og mynt um langt árabil. Ef til vill undirbýr Íslenski fjármálageirinn, eða ríkishluti hans að taka upp þetta sama slagorð. Ef til vill er traustið á almættinu það eina sem getur bjargað geiranum. Eða þá að traust almennings á hið sama almætti er það eina sem getur fengið almenning til að halda áfram viðskiptum sínum við hina sömu banka.
Alla vegna virðist guðfræðimenntum hafa stigið all verulega í verði innan fjármálageirans sbr. ráðningu Páls Magússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.
Þær láta ekki að sér hæða faglegu ráðningarnar og öll ferlin sem er búið að koma upp.
Hitt kann svo vera að ríkisstjórnin hafi ekki gefist að fullu upp við að byggja brýr yfir til "Sambandssinna" í Framsóknarflokknum. Þar nýtist menntun Páls einnig vel því almættið, "Sambandið" og pólitík mun eiga það sameiginlegt að vegir þeirra eru órannsakanlegir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Aulahúmor, Grín og glens, Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.