Þetta er hægt, framlag Kanadíska ríkisins til stjórnmálaflokka skorið af

Það gerist æ sjaldnar að ég er virkilega ánægður með stjórnmálaflokka, en sem betur fer gerist það ennþá.

Í gær mátti lesa í Globe and Mail að Kanadíska ríkisstjórnin, undir forystu Steven Harpers (Íhaldsflokknum, Conservative Party) ætli að leggja niður ríkisframlög til stjórnmálaflokka.  Framlag þetta hefur numið tveimur dollurum á atkvæði, greitt árlega.  Þessi fyrirætlun kom skýrt fram í málflutningi flokksins fyrir kosningar, og hefur reyndar verið það lengi, en komst ekki til framkvæmda í fyrri ríkisstjórnum hans, sem voru minnihlutastjórnir, vegna andstöðu annara flokka.

Ég fagna þessu, ríkisrekstur er nægur þó að stórum hluta rekstri stjórnmálaflokkanna sé ekki bætt þar á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband