9.2.2007 | 21:39
Á njósn
Það er gott að vita að það hefur verið fylgst með útsendurum erlendra ríkja á Íslandi enda ekki síður þörf á því þar en annars staðar.
Ef ég man rétt þá kom tvisvar til þess að starfsmenn erlendra sendiráða voru gripnir við njósnir á Íslandi, í annað skiptið hins Sovéska en hitt starfsmenn Tékkneska sendiráðsins.
Í öllum löndum hins vestræna heims reyndi Austurblokkin að fá menn til samstarfs og njósna og er enginn ástæða til að efa að það sama hafi verið upp á teningnum á Íslandi.
Það er sjálfsagt mál að opinbera sem flest skjöl frá þessum tíma og æskilegt að þeir sem voru í "hringiðunni miðri" skrái frásagnir sínar áður en það er of seint. Skjalasöfn eiga að vera opin bæði almenningi og fræðimönnum, þó að sjálfsagt sé að halda nafnleynd.
P.S. Eitthvað hefur starfsmönnum mbl.is mistekist varðandi myndatexta við þessa frétt. Treblinka var ekki nafn á höfuðstöðvum KGB, heldur útrýmingarbúðir nazista í Póllandi. Ef ég man rétt voru höfuðstöðvar KGB nefndar Lubyanka og voru í fyrrum skrifstofum tryggingafélags. Þetta er svo sem ekki aðalatriðið en alltaf betra að hafa það sem sannara reynist.
Starfsmönnum KGB veitt eftirför upp á fjöll á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar, Saga | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt, Treblinka voru einar af s.k. Aktion Reinhart dauðabúðum nazista í Póllandi. Hinar A.R. búðirnar voru Sobibor, Belzec og Lublin-Majdanek. Stundum eru Chelmno líka taldar með.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 13:24
Jú jú, hef komið í Lubyanka og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds:
http://en.wikipedia.org/wiki/Lubyanka_prison
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.