29.9.2011 | 03:15
Er Evran byggð á ímyndun eða blekkingu?
Flestum ætti að vera ljóst að Euroið (eða Evran) hefur ekki átt góða daga upp á síðkastið, en það má vissulega segja um fleiri myntir.
En vandamá Eurosins eru stærri en annara mynta, því þar er ekki á ferðinni eitt ríki sem lýtur stjórn einnar ríkistjórnar, heldur eru 17. ríkisstjórnir og framkvæmdastjórn "Sambandsins" öll að reyna "að bjarga málunum" og virðast stundum stefna í margar mismunandi áttir.
En það var einmitt forseti framkvæmdastjórnarinnar sem virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að euroið sé byggt á ímyndun, eða blekkingu (enska orðið illusion), en í "State of the Union" ræðu sinni komst hann svo að orði:
It was an illusion to think that we could have a common currency and a single market with national approaches to economic and budgetary policy. Let's avoid another illusion that we can have a common currency and a single market with an intergovernmental approach.
Hér talar ekki svarinn andstæðingur "Sambandsins" eða fulltrúi "Sambands" ríkis sem hefur kosið að taka ekki upp Euro, heldur forseti framkvæmdastjórnar þess og líklega einhver valdamesti einstaklingur "Sambandsins" (þó að enginn af íbúum Evrópusamandsins hafi nokkru sinni greitt honum atkvæði sitt, en það er önnur saga).
Það tók hann ekki nema tæplega tuttugu ár og eitt þjóðargjaldþrot (Grikkland er í raun gjaldþrota) að komast að þessari niðurstöðu.
Hvert framhaldið verður veit líklega enginn - nákvæmlega núna - það er togast á um mismunandi lausnir og tillögur. Ekki er ólíklegt að frekari miðstýring og sjálfstæðiskerðing aðildarþjóðanna verði ofan á, að "Sambandið" stefni í átt að frekari samruna og sambandsríki.
Ekki er ólíklegt að sívaxandi togstreita verði á milli þeirra "Sambands" ríkja sem nota Euro og hinna sem hafa kosið að gera það ekki (raun virðist ekkert þeirra hafa mikinn áhuga á því að taka upp euroið nú um stundir), hvert sá ágreiningur gæti leitt "Sambandið" ætla ég ekki að spá um nú.
En Íslenska ríkisstjórnin vill ótrauð inn í "Sambandið", jafnvel þó að enginn viti hvers eðlis "Sambandið" verður þegar aðild Íslands gæti orðið að veruleika.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.