Eru öll pólítísk "kerfi" hrunin?

Þeir eru ófáir sem hafa talað hátt um það að bankahrunið á Íslandi megi rekja til þess sem þeir kalla "nýfrjálshyggju".  Þetta hentar þeirra pólítíska málstað.

Þeir hinir sömu hafa líklega ályktað að hin alvarlega bankakreppa sem herjaði á Svíþjóð, Noreg og Finnland seint á síðust öld hafi verið hinu blandaða norræna velferðarkerfi að kenna.  Þeir hljóta að hafa talið það óðs manns æði að halda áfram á svipuðum nótum í uppbyggingunni eftir það hrun.  Hvað þá að fara að nota það "model" í öðrum löndum.

Líklega þekkja líka flestir hrun kommúnismans sem sömuleiðis varð fyrir u.þ.b. 20 árum.  

Eru þá ekki öll kerfi fullreynd?

En auðvitað er þetta ekki svona.  Bankahrunið á Íslandi varð ekki vegna nýfrjálshyggju (lengi má líklega rífast um hvort að frjálshyggja hafi nokkru sinni verið veruleg á Íslandi, bankakreppa Svía, Finna og Norðmanna varð ekki vegna hins blandaða hagkerfis sem þeir bjuggu við og búa við enn.

Líklega verður þó ekki deilt um að hin kommúníska mara sem lögð var yfir stærstan hluta A-Evrópu dróg sitt eigið skipulag til dauða.

Þeir eru þó enn býsna margir sem telja það skipulag ekki fullreynt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband