There are many "ælands"

Ég heyri "útundan" mér að vinum mínum, í það minnsta sumum hverjum virðist ekki þykja mikið til þessarar niðurstöðu koma, og virðist hún jafnvel koma sumum á óvart.

En það þarf ekki að koma neinum á óvart.  Ísland er lítið land, Íslendingar eru ekki margir, því breiðist "fagnaðarerindið" hægt út. 

Hér í Kanada er ástandið þó líklega betra en víða, enda búa hér að talið er á milli 200 og 300.000 einstaklingar sem eru að einhverju leiti afkomendur Íslendinga.  Þó hitti ég hér reglulega fólk sem hefur aldrei á heyrt á Ísland minnst.  Sama saga var upp á teningnum þar sem ég hef búið annarsstaðar.

Besta sagan af þessu er líklega tengd því þegar ég hringdi í ferðaskrifstofu bankans míns (það verður að nota punktana).  Þar svaraði kona sem af hreimnum að dæma var innflytjandi eins og ég.  Eftir að hafa boðið góðan daginn, opnaði ég með:  "'Æ níd tú búkk a trip tú Æsland".  Svarið kom um hæl:  "Æ níd better informeition, there are só menny ælands".  "Æ níd tú gó to Æsland", sagði ég aftur.   "Jess, jess, but they are só menny. 

Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun að mér tókst að koma henni í skilning um að ég þyrfti að komast til Íslands, sem væri lítil eyja í miðju Norður-Atlantshafinu.  Eftir stutta þögn (líklega hefur hún athugað málið) baðst hún afsökunar, en hún hefði aldrei heyrt talað um Ísland áður og enginn hefði reynta að bóka þangað ferð hjá henni.  Eftir þetta gekk þetta allt eins og í sögu.


mbl.is Er Ísland best í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband