Margmenni greiddi ekki atkvæði

Það er dulítið sérkennilegt að lesa að margmenni hafi verið á fundi Framtíðarlandsins á Hótel Loftleiðum, og lesa svo á sama miðli að 189 manns hafi greitt atkvæði, af þeim 2708 sem voru á kjörskrá, samanber þessa frétt.

Vissulega er það teygjanlegt hvað margmenni er, en nema að þeim mun fleiri hafi kosið að greiða ekki atkvæði á fundinum finnst mér það ekkert sérstaklega margmennt að 189 manneskjur komi saman. Þetta er nú t.d. ekki mikill fjöldi samanborið við þann fjölda sem hafði áhuga á því að greiða atkvæði um varaformann Frjálslynda flokksins, og þurfti þó að vera búið að standa skil á 2000 kalli til að vera gjaldgengur þar.

En ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að fundurinn hafi tekið rétta ákvörðun, með því að ákveða að bjóða ekki fram, ef ekki nema tæplega 200 manns af þeim 2708 sem skráð eru í samtökin nenntu að hafa fyrir því að mæta á fundinn.

Það má einhvern veginn gefa sé þá forsendu að stærri partur þeirra hafi ekki haft mikinn áhuga á framboði, eða hvað?

P.S.  Bæti því hér við eftir að hafa fengið tölvupóst frá kunningja mínum sem var á fundinum, að það var haft orð á því hvað fulltrúar VG og Samfylkingu voru áberandi við að tala á móti framboði á fundinum.  En það þarf ekki að koma neinum á óvart.


mbl.is Margmenni á fundi Framtíðarlandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband