Samgöngubætur

Ég er hrifinn af þessari hugmynd, held að hún yrði tvímælalaust til góð.  Bættar samgöngur og stytting vegalengda eru mikilvæg skref í framþróuninni og stuðla að bættri nýtingu auðlinda og orku og auka öryggi.

Það er ákaflega æskilegt að dreifa umferðinni á milli Norðurlands og Suðurlands á fleiri en eina leið.  Stytting leiðarinnar á milli norðausturhornins og suðvesturhornsins er sömuleiðis til mikilla bóta.

Held að það sé gráupplagt að setja þessa framkvæmd í einkaframkvæmd, svona rétt eins og Hvalfjarðargöngin, semja um ákveðið tímabil, eftir það rennur vegurinn til hins opinbera.


mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband