Matarkarfan og ESB

Það eru ekki ný tíðindi að matarkarfan sé dýr á Íslandi, sérstaklega ef að matarkarfan samanstendur eingöngu af landbúnaðarvörum eins og sú karfa sem rætt er um hér gerir.

En það er ýmislegt annað sem vekur athygli í þessari könnun en eingöngu hátt verð á Íslensku körfunni.  Þannig er karfan til dæmis ríflega 50% dýrari í Kaupmannahöfn heldur en í Madrid, þó eru bæði Spánn og Danmörk aðilar að ESB.  Sömuleiðis er karfan 30% dýrari í London heldur en í Madrid.

Þetta hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort að verð á Íslandi verði sambærilegt við það sem gerist í ESB ef Ísland gengur í sambandið, en því hafa margir ákafir ESB stuðningsmenn haldið fram.  Ef miðað er við þessa könnun er það ljóst að fyrir því er engin trygging. 

Rétt eins og verðið er ekki eins í Madrid og Kaupmannahöfn, er ekki þar með sagt að verðið verði eins í Kaupmannahöfn og Reykjavík.

En jafn nauðsynlegar og þessar kannanir eru, þá væri skemmtilegt að sjá frekari samanburð á þessum borgum.  Hvað er t.d. algengt leiguverð á fermetra sem matvöruverslanir greiða, hvað eru meðallaun starfsfólks í matvöruverslunum í þessum borgum o.s.frv. 

Samanburðurinn yrði þá dýpri og betri.

Hitt er svo augljóst mál að í "draumaveröld" þá bý ég á Íslandi, hef Íslensk laun, matarverðið er eins og á Spáni, vextirnir eins og í Japan, atvinnuleysi er eins á Íslandi, fótboltadeildin er eins sterk og á Englandi eða Spáni, hraðbrautirnar eru eins og í Þýskalandi og þar fram eftir götunum. 

En það er víst ekki raunin.

 


mbl.is Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Sælt veri fólkið á Bjórá 49

Öll umfjöllun góð og er ég mikill áhugamaður um matarverðsmálið.  Langar að biðja ykkur að lesa grein mína um samhengi á milli vaxta, verðbóta og hás matarverðs á Íslandi, og gaman væri að fá álit frá ykkur.  

Magnús Vignir Árnason, 31.1.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég heyri marga segja:  Vöruverðið má vera hátt á Íslandi af því að við erum hálaunasvæði.  Það er ekkert að marka Spán því hann er láglaunasvæði.

Þetta er bull.  Alþjóðavæðingin á að fela í sér að ódýrar vörur fara frá Spáni til Íslands og við fáum lægra vöruverð.

Í dag þýðir alþjóðavæðingin að bankar græða og verktakar mega flytja inn erlent vinnuafl og fjármagnseigendur mega flytja arð sinn úr landi.

Hvað íslenska neytendur varðar hefur alþjóðavæðing bara ókosti. Engir kostir hennar hafa skilað sér til þeirra.  Ástæðan er einfaldega sú að þeir eiga sér ekki fulltrúa hjá Sjálfstæðisflokknum.

Kári Harðarson, 1.2.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað ekki rétt að matvælaverð megi vera hátt á Íslandi vegna þess að laun séu há. 

Hitt er svo að vissulega eru laun stór hluti af tilkostnaði verslunarinnar, sömuleiðis húsaleiga.  Sama má segja um heildsalann.  Það er því eðlilegt að matvælaverð sé hærra í Reykjavík heldur en í Madrid, rétt eins og það er hærra í Kaupmannahöfn en Madrid.

Það þýðir þó ekki að matvælaverð geti ekki verið lægra á Íslandi en það er í dag.  En það verður að öllum líkindum aldrei á sama verði og á Spáni, nema að verðlagið á Spáni hækki mikið.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband