26.1.2007 | 06:20
Skattlagning framtíðarinnar
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað skuldir ríkissjóðs hafa minnkað. Það eru risafjárhæðir sem ella hefðu farið í vaxtagreiðslur sem nú er hægt að nýta til annara hluta.
Best færi auðvitað á að tækifærið yrði notað til að draga jafnframt úr útgjöldum ríkisins og lækka skatta verulega á næstu árum, en líklega er það of mikil bjartsýni.
En það sem er vert að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér skuldum ríkisins og skattlagningu, að lántökur hins opinbera eru skattlagning á framtíðinni. Það sem var tekið að láni á árum áður verður að greiðast af tekjum þeim sem ríkið hefur í dag.
En þó að staða ríkissjóðs sé afar góð, þýðir það ekki að það eigi að eyða meiri peningum, en segir ekki máltækið að það þurfi sterk bein til að þola góða daga.
Dregur úr hreinum skuldum ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.