Þröng á þingi

Nei, líklega verður ekkert þrengra á þingi á næsta kjörtímabili en nú er, enda verða þingmenn jafn margir og á því kjörtímabili sem er að líða.  En hitt er ljóst að það verður þrengra en áður hvað framboð varðar, ef allir þeir sem talað er um að hugsi sér að bjóða fram ná að setja saman lista.

Nú sitja fulltrúar 5 flokka á þingi, en framboðin gætu orðið 9 í næstu kosningum ef allt fer eins og horfir nú um stundir.

Til viðbótar við flokkana 5 geta kjósendur átt von á því að sjá 2. framboð aldraðra og öryrkja, framboð á vegum Framtíðarlandsins og sömuleiðis er spurning hvort að Flokkurinn bjóði fram lista.

Ef öll þessi framboð bjóða fram "fulla" lista í öllum kjördæmum verða frambjóðendur rétt tæplega 1200, það er u.þ.b. 0.4% þjóðarinnar.  Ég veit ekki hvað þetta er hátt hlutfall kosningabærra manna, en það er auðvitað umtalsvert hærra, sé miðað við þá 216.191 sem voru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum 2006, er hlutfallið 0.55%.

En auðvitað er ekki þar með sagt að öll þessi framboð komist á koppinn, en þingmannaveiran stingur sér þó víða niður og sýkir ótrúlegasta fólk, en vissulega má segja að það sé gott að áhugi fyrir stjórnmálum sé mikill. 

Ég er hins vegar sammála þeim sem segja að það verði fyrst og fremst stjórnarflokkarnir sem komi til með að njóta góðs af fleiri framboðum.  Ný framboð draga jafnan til sín óánægjufylgi sem er ekki líklegt til að enda hjá stjórnarflokkunum.  Einnig eru stórir flokkar mun líklegri til að hagnast ef fjöldi atkvæða fallla "dauð" hjá littlum flokkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband