22.1.2007 | 14:51
Það er vissulega vandlifað
Eins og flestum er líklega kunnugt hafa Íslendingar setið undir gagnrýni margra umhverfissinna fyrir að virkja og spilla náttúrunni. Hafa margir haft að orði að náttúran væri miklu verðmeiri og gæti skapað mikið meiri tekjur með því að gera út á "túrhesta" en orkuöflun.
En nú er það líklega ekki vænlegur atvinnuvegur, svona frá umhverfislegu sjónarmiði, þar sem flestir ferðamenn verða eðli málsins samkvæmt að koma með flugvélum. Þær eru eins og flestir vita umhverfisbölvaldur hinn mesti.
Það hlýtur að vera spurning hvenær harðir umhverfissinnar fara að afpanta sumarleyfið sitt á Íslandi til að draga úr flugumferð, eða hvað?
Það er því eins og maðurinn sagði: Það er ekki á "túrhesta" leggjandi.
P.S. Hvenær skyldu menn láta nægja að faxa viðurkenningarskjöl fyrir umhverfisvernd?
Karl Bretaprins aflýsir skíðaferð sinni vegna umhverfissjónarmiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Grín og glens, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er ekki frekar að senda svoleiðis skjöl sem tölvupóst og spara pappírinn???
Þá er enn meiri umhverfisvernd í þessu öllu saman...
Kaldi Stormsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:00
Þá verður þú líka að nota umhverfisvænar tölvur
Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.1.2007 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.