20.1.2007 | 15:48
Mergur málsins
Það er óhætt að segja að bankar og sparisjóðir greiði vel til samfélagsins á Íslandi, það munar um minna en 11.3 milljarða í tekjuskatt. Þá eru ótalin margfeldisáhrifin sem hljótast af fjölda vellaunaðra starfsmanna, skattgreiðslur af þeim launatekjum og svo framvegis.
En 60 földun síðan 1993 er ekki svo lítið. Var það ekki sömuleiðis 1993 árið sem hið opinbera þurfti að leggja fram fjármagn til að bjarga ríkisbanka frá því að leggjast í duftið?
Það er því óhætt að segja að einkavæðingin hafi læst úr læðingi mikið afl sem er að skila sér, ekki aðeins í því að skattgreiðslu bankann hafi aukist svo um munar, heldur sömuleiðis fríað Íslendinga frá því að leggja bönkunum til fé. Pólítíkusar ráðstafa ekki lengur fjármagninu.
Að lokum má svo minnast á að þó að eitthvað kunni að bjáta á í yfirstjórnum bankanna, einhverntíma í framtíðinni, er sárlítil hætta á því að það hafi í för með sér stofnun nýrra stjórnmálaflokka.
Það er líka ávinningur.
Tekjuskattur banka og sparisjóða sextíufaldaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Saga, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.