Barið á Obama

Það hefur vissulega vakið athygli að einhverjir sáu rétta andartakið til að upplýsa almenning um að Barack Hussein Obama hefði notið menntunar í "madrössu". 

Um þetta má t.d. lesa á vef The Times.  Þetta eru í sjálfu sér ekki alvarlegar ásakanir, enda "madrassa" ekki endilega það sama og "madrassa" ef svo má að orði komast.

En það er þessi setning, þar sem vitnað er í grein í tímaritinu Insight, sem gæti verið erfið fyrir Obama:

"But the article claims: “In Indonesia, the young Obama was enrolled in a madrassa and was raised and educated as a Muslim.” It says that Mr Obama omitted to say in his memoir, or at any other time, that he attended the school for four years."

Ég held að í kringumstæðum sem þessum geti það verið miklu erfiðara að útskýra hvers vegna þessu var haldið leyndu, ef það er staðreynd, heldur en að hann hafi verið menntaður í "madrössu" sem í sjálfu sér er lítið út á að setja.

En þegar menn eru farnir að hugleiða opinberlega að bjóða sig fram til forseta í Bandaríkjunum verða menn að vera viðbúnir að skoðað sé undir hvern "stein".  Það er eins og Obama hafi ekki alveg verið reiðubúinn undir það, samanber þessa frétt frá í desember.

Svo er það líka fróðlegt að velta því fyrir sér hver lekur þessu í "pressuna"?  Ég held að það verði að teljast líklegra að lekinn komi frá Demokrötum heldur en hitt, Repúblikanar hafa að sjálfsögðu ekki neitt á móti því að þetta komist í hámæli, en þeir hefðu líklega kosið aðra tímasetningu, t.d. þegar hann verður búinn að lýsa yfir framboði sínu formlega.

En hvort að það er helber tilviljun að þetta kemur fram um leið og Hillary gefur yfirlýsingar verður hver að dæma um fyrir sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Madrassa þýðir víst skóli á arabísku en mig grunar að þeir sem þessum árásum stýra, hafi ekki dvalið langdvölum í slíkri stofnun.  Hann var þarna frá 4-10 ára aldurs. Hér eru þeir, sem gagnrýna samsæriskenningasmiði sem mest að reyna að gera einhverskonar Íslamskan mansúríukandídat úr manninum og reyna svo að finna vitleysunni grunn í því að hann ber nöfnin Barak og Hussein eins og Saddam, en þetta eru raunar eins og Jón og Guðmundur hér. Obama þykir svo minna grunsamlega mikið á Osama.  

Er annars að vænta úr jafn vænisjúku samfélagi og Bandaríkin eru. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að madrassa mun þýða skóli á arabísku, eins og fram kemur í Wikipedia útskýringunni sem finna má með hlekknum á orðinu í upphafi greinar.  En eins og ég sagði í færslu minni hér að ofan, þá er ég þeirrar skoðunar að það sé frekar leyndin (ef það er tilfellið) sem á eftir að koma honum í koll, frekar en "madrassgangan" sjálf.  Það er ekkert nýtt að mýfluga verði að úlfalda í pólítík og þekkist auðvitað víðar en í Bandaríkjunum.  En ef andstæðingar finna að verið er að reyna að halda einhverju til baka, þá tvíeflast þeir, það er heldur ekki bundið við Bandaríkin, heldur er svona "pólítík 101".

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2007 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband