9.3.2010 | 05:27
Steingrímur J. gekk gegn meirihluta Alþingis
Það var vissulega nokkuð merkilegt að heyra að í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að þegar Steingrímur J. Sigfússon undirritaði hina "glæsilegu niðurstöðu" sem Svavar Gests og Indriði Þorláks töldu sig hafa náð í London, lá það fyrir að meirihluti Alþingis myndi ekki styðja samninginn.
Samt var skrifað undir.
Meirihluti alþingismanna lýsti því yfir við Steingrím að þeir styddu ekki að skrifað væri undir samninginn.
Samt var skrifað undir.
Hvað gekk Steingrími til?
Taldi hann sig geta þvingað einhvern liðsmann VG til að styðja samninginn? Taldi hann sig eiga ádrátt með að einhver stjórnarandstöðuþingmaður styddi samninginn við atkvæðagreiðslu? Taldi hann sig vera að blekkja Breta og Hollendinga til að kaupa tíma? Hvers vegna hagar maðurinn sér svona?
Þetta setur allan þann tíma sem farið hefur í IceSave samninginn að hluta til í nýtt ljós. Það flýtir ekki fyrir lausn málsins ef starfað er eins og hér kemur fram að Steingrímur hafi gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.