Í boði í Brussel

Það er að sjálfsögðu ekkert rangt við það að "Sambandið" bjóði til sín "völdum fulltrúum" úr Íslensku viðskiptalífi og hagsmunasamtökum.

Það má finna marga jákvæða fleti á slíkum heimsóknum.

En þessi frétt varpar líka ljósi á þann aðstöðumun sem þeir sem berjast fyrir aðild að "Sambandinu" og þeir sem eru á móti henni búa við.

Annars vegar "Sambandið" með sína djúpu sjóði en hins vegar hvað?

Bændasamtökin og Bændablaðið eiga hrós skilið fyrir að greina frá þessu, en einhverra hluta vegna virðist sem svo að aðrir þeir sem þiggja slíkar ferðir hafi ekki kosið að gera slíkt.

Það myndi vissulega vera til marks um heiðarlega umræðu (sem nú er gjarna kallað eftir) ef þeir sem þiggja slíkar ferðir gerðu grein fyrir því í umræðunni og hvað þeir sáu og hvað fróðleik þeir innbyrtu.


mbl.is Í boðsferð ESB til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband