Að fá betra tilboð er ekki ásættanlegt

Það hlýtur að vera til marks um hve undarleg staða Íslensku ríkisstjórnarinnnar er, og hve illa hún hefur haldið á málum í IceSave deilunni, að nú þegar betra tilboð en hún hefur áður lagt til að verði samþykkt, berst frá Bretum og Hollendingum, segir stjórnin að það sé ekki ásættanlegt.

Það hlýtur að vera flestum ljóst að hér hefur stjórnarandstaðan í raun völdin í þessu máli og ráðherrar eru þreyttir, ráðvilltir og á undanhaldi.

Bretar og Hollendingar hafa gert ríkisstjórninni ljóst að ríkisstjórnin sé ekki aðili sem þeir kæri sig um að semja við.  Samningurinn verði að njóta óskoraðs stuðnings Alþingis (og líklega forsetans einnig).

Það verður ljósara með hverjum deginum hve illa ríkisstjórnin hefur haldið á málinu og hve langt hún var reiðubúinn til að ganga, hve miklum hagsmunum Íslendinga hún var reiðubúin til að fórna.

Helmingur ráðherrana virðist helst hafa haft af því áhyggjur að ekkert mætti verða til að standa í vegi fyrir umsókn Íslands að "Sambandinu", hinn helmingurinn hefur líklega ekki viljað hafa "þetta hangandi yfir sér".

En slagorðið "vanhæf ríkisstjórn" hefur líklega aldrei átt betur við en núna.


mbl.is Tilboðið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála

Eva SÓl (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband