Hvað eru fasteignaskattar í Reykjavík stór hluti af landsframleiðslu?

Það kemur fram í fréttinni að áætlað sé að fyrirtæki á Íslandi greiði 28 milljarða í fasteignaskatta í ár.

Það nemi næstum 1% af landsframleiðslu.

Það kemur einnig fram að Reykjavíkurborg fái í sinn hlut u.þ.b. helming upphæðarinnar, sem nemur þá í kringum 14. milljarða.

Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið, af 10. stærstu, sem ekki hafi breytt álagningu sinni síðastliðinn áratug og leggi á hæsta mögulegan fasteignaskatt á fyrirtæki.

Að fasteignaskattar hafi hækkað um 50% að raunvirði á síðustu 5 árum.

Auðvitað gera sér allir grein fyrir hvar þessi skattlagning endar, úti í verðlaginu og eykur verðbólgu.

En síðan eru eftir fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði og stofnanir.

Hvað skyldi heildarupphæð fasteignaskatta í Reykjavík vera hátt hlutfall af landsframleiðslu?


mbl.is Önnur hver króna rennur í borgarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef til vill ekki neitt annað ráð í stöðunni?

Það er auðvitað engin leið að vita hvort að hæfasti umsækjandinn hafi verið ráðinn, þegar ekki er vitað hverjir sóttu um.

En mér lýst ekkert illa á Stefán í stöðuna, hef raunar ekki á því sterka skoðun.

En er ekki ljóst að RUV hefur gengið fram með slíkum lögbrotum undanfarin ár að stjórn þess sá að ekkert myndi duga nema fyrrverandi lögreglustjóri til að breyta þeirri "vinnustaðamenningu"?

P.S. Svo eigum við auðvitað eftir að sjá hvort að þurfi að borga skaðabætur vegna jafnréttisjónarmiða, en ég vona að svo verði ekki.

Enda miðað við lögbrot RUV undanfarin ár, myndi sú lögreglustjórareynsla trompa flest annað.  Nema auðvitað að kvenkyns lögreglustjóri hafi sótt um.

 


mbl.is Stefán Eiríksson ráðinn útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heimasíða kórónuveirunnar", í "rauntíma".

Það er fátt meira rætt þessa dagana en "kórónuveiran" og útbreiðsla hennar.  Vangaveltur um hvert stefni, hvort hún verði að heimsfaraldri og hversu hættuleg hún sé - eða ekki.

Líklega er mikilvægast að allir haldi ró sinni.

Verst væri ef allir þeir sem kenna smá krankleika nú á kvef og flensutímabilinu flykkjast á neyðarmóttökur um víða veröld og hitta þar fyrir á biðstofunni, þá sem raunverulega hafa veikst.

Það er hætt við því, víða um heim, að samkomur og mannfagnaðir muni eiga erfitt uppdráttar á næstu vikum.

En eins og tíðkast á þeim tæknitímum sem við búum á, hefur verið sett upp heimasíða sem sýnir útbreiðslu hennar í rauntíma, eða eins og upplýsingar koma væri ef til vill rétt að segja.

Það er John Hopkins sjúkrahúsið í Bandaríkjunum sem hefur komið henni á fót og má finna hana hér.

 

 

 


mbl.is 106 dánir og yfir 4.500 smitaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband