"The End Of May"

Loksins tilkynnir Theresa May um afsögn sína, bæði sem forsætisráðherra Breta og sem leiðtogi þarlenska Íhaldsflokksins.

Loksins.

Mér þykir ekki ótrúlegt að hún eig eftir að rata á spjöld sögunnar sem einhver versti forsætisráðherra Breta, og nái svipuðu sæti hvað varðar leiðtga Íhaldsflokksins.

Reyndar segja "gárungarnir" að hún hafi dregið afsögn sína á langinn, vegna þess að hún hafi ekki getað hugsað sér að segja af sér í "May", hvað þá í "the end of May".

En það er önnur saga.

Ýmsir hafa reynt að bera í bætifláka fyrir May, með því að segja að hún hafi fengið erfitt mál (Brexit) í fangið, sem hún sjálf hafi verið á móti og greitt atkvæði gegn.

Vissulega greiddi hún atkvæði gegn Brexit, en hún vissi að hverju hún gekk þegar hún sóttist eftir leiðtogastöðunni, vissi að hún yrði þá forsætisráðherra og vissi að það kæmi í hennar hlut að leiða Breta út úr "Sambandinu".

Sem henni mistókst herfilega.

Henni mistókst að fá samherja sína til að vinna með sér, var reyndar legið á hálsi fyrir að vantreysta öllum.

Henni mistókst að fá kjósendur til að fylkja sér að baki sér, í afar vanhugsuðum kosningum sem hún efndi til, án skýrrar ástæðu.

Hún skilur Íhaldsflokkinn eftir í sárum, hann horfi fram á einhver verstu kosningaúrslit (í kosningum til Evrópu(sambands)þingsins) sem hann hefur nokkru sinni fengið.

Ég reikna með að það taki Íhaldsflokkinn býsna langan tíma að jafna sig eftir forystu May.

Það eina sem er flokknum þó hagfellt, er að Verkamannaflokkurinn er sömuleiðis í sárum..

 

 

 


mbl.is May lætur af embætti 7. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband