Er fjölþjóðasamstarf það sama og alþjóðasamstarf?

Einhver mesti meinbugur á nútíma pólítískri orðræðu, er, að mínu mati, þegar reynt er að nota rangar skilgreiningar, ýmist óafvitandi eða vísvitandi um ákveðin hugtök.

Þannig er reynt að fegra ákveðin málstað með því að nota "jákvæð" hugtök.

Gott dæmi um slíkt er Evrópusambandið og málefni tengd því.

Þannig tala ýmsir Íslenskir stjórnmálaflokkar ávallt um Evrópusambandið, eða EEA/EES samninginn sem alþjóðlegt samstarf.

Að mínu mati er það ekki rétt.

Evrópusambandið og EEA/EES samningurinn er gott dæmi um fjölþjóðlegt samstarf.

Það hafa ekki öll ríki rétt á því að ganga í Evrópusambandið, eða taka þátt í EEA/EES samningnum, ekki einu sinni á því að sækja um.

Það sama gildir um fjölþjóðlegt samstarf eins og til dæmis NATO. Það gerir slíkt samtarf ekkert síður mikilvægt, eða ávinning af því meiri eða minni, en það er alltaf rétt að reyna að fara með sem réttast mál.

Þegar umræða um "falskar fréttir" er eins víðtæk og nú er raunin, er rétt að hafa þetta í huga, því röng hugtaka notkun, er af svipuðum meiði.

Það er verið að bera rangar, eða falskar, staðreyndir á borð.

Í framhaldi af því, má svo velta því fyrir sér, hvort að eðlilegt sé að stofnanir velji sé heiti, s.s. "Evrópuþingið", eða "European Parliament", þegar aðeins um það bil helmingur Evrópuþjóða á rétt á því að kjósa sér fulltrúa á viðkomandi stofnun.

Er það ekki nokkurs konar "fréttafölsun" í sjálfu sér?

Þætti okkur það eðlilegt að á einhverju sem kallaði sig "Íslandsþingið" ætti aðeins hluti Íslendinga rétt á því að kjósa sér fulltrúa?

Nú eða ef eitthvað sem kallaði sig "Heimsþingið" gæfi aðeins helmingi ríkja heimsins kost á því að tilnefna fulltrúa?

 

 


Bloggfærslur 25. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband