Trúarsöfnuðir á siðlausu framfæri?

Þessi frétt á Vísi vakti athygli mína, fyrst auðvitað fyrirsögnin, "Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi".

En innihaldið er ekki síður fróðlegt.

Í fréttinni stendur t.d.: "Í minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar.

Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður."

Nú man ég ekki betur en að sóknargjöld hafi ekki verið að finna á skattframtölum Íslendinga um einhverja áratuga skeið.

Hvernig stendur þá á þessu "baktjaldamakki" á milli söfnuða landsins og ríkisins?  Hvers vegna er skattheimta ekki gegnsæ?

Hvernig getur "uppgjör" eins og þetta átt sér stað, ef engin "sóknargjöld" eru lögð á?

Hvernig getur það átt sér stað að þeir sem standa utan trúfélaga greiði sömu gjöld og þeir sem þeir sem tilheyra "sóknum"?

Hvers kyns siðferði er það?

Ef áætluð sóknargjöld eru ríflega 1500 á mánuði, er um að ræða yfir 18.000 á ári, en rétt ríflega 11.000 ef miðað er við 931.

Það er réttlætiskrafa að þessu verði hætt.

Það má alveg hugsa sér að ríkið innheimti slíkt áfram, en það ætti þá að vera í því formi að skattframteljendur óski þess.

Haka þurfi í reit sem stæði við eitthvað á þessa leið, "Framteljandi óskar eftir því að með skattgreiðslum verði dregið af sóknargjald, að upphæð 1.500, hvern mánuð. (nú eða 931). 

Sú upphæð færi þá óskipt til viðkomandi sóknar.

En ranglætinu þarf að ljúka.


Bloggfærslur 2. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband