Hatari á Gaza?

Ég horfði nú ekki á Söngvakeppnina í gær, en ég held að ég hefi heyrt flest lögin á einn eða annan hátt.

Persónulega er ég sáttur við val áhorfenda.  Sjálfur hefði ég greitt Hatara atkvæði mitt alla leið.

Einfaldlega fínt lag og bar höfuð og herðar yfir önnur - svona að mínu mati. 

Hvað varðar svo pólítík hljómsveitarinnar, þá verð ég að viðurkenna að hún er mér minna að skapi, en ekki svo að ég geti ekki hlustað á tónlistina.

Ég er enda vanur því að margir listamenn sem ég kann að meta hafi stjórnmálskoðanir sem eru andstæðar mínum og jafnvel stundum hálf fyrirlitlegar.

Það hefur aldrei truflað mig við að lesa góða bók, hlusta á góða tónlist, horfa á góða bíómynd eða dást að ljósmynd.

En ég gat ekki varist þeirri hugsun þegar ég horfði á stórgott myndband Hatara, að ef svo færi að Sjónvarpið myndi enda á því að senda þá til Jerúsalem, hvort að þeir myndu ekki nota tækifærið og fara í tónleika ferð um nágrannalöndin?

Hatari - in concert - á Gaza, Vesturbakkanum, Egyptalandi, Líbanon. Þeir gætu jafnvel reynt að "hoppa" yfir til Íran.

 


mbl.is Hatari og Hera í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband