3ji orkupakkinn

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki getað myndað mér skoðun á 3ja orkupakkanum. Ekki einu sinni krakkafréttir hafa getað hjálpað mér í þeim efnum.

Ég hef ekki fundið orku eða tíma til þess að að kafa ofan í "pakkann", en hef vissulega séð margt athyglisvert skrifað um "pakkann, m.a. hér á blogginu.

En ég hef séð athyglisverð skrif bæði með og á móti, skrifuð af einstaklingum sem ég alla jafna tel ekki fara með vitleysu og ég tek mark á.

Mér hefur jafnvel þótt hinir hefðbundnu fylkingar "Sambandssinna" og "Sambandskeptíkera" hafa að einhverju marki riðlast í þessari umfjöllun.

En það hefur eitt og annað vakið athygli mína.

Margir fulltrúar þeirra flokka sem fullyrtu fyrir fáum misserum, að það maætti eiginlega semja við "Sambandið" um næstum hvað sem er, undanþágur frá þessu og hinu, telja nú að EEA/EES samningurinn sé hreinlega undir. 

Nú virðist engin eiga von á því að hægt sé að fá undanþágu, í sömu andrá er sagt að þessi "pakki" skipti nákvæmlega engu máli.

"Sambandið" virðist leggja gríðarlega áherslu á að einhver "pakki" sem skiptir engu máli, taki gildi á Íslandi.

Svo er sagt að "pakkinn" skipti engu máli nema að lagður verði sæstrengur. Ættu Íslendingar þá að samþykkja "pakkann" með það að leiðarljósi að aldrei verði lagður strengur?

En er ekki líklegt að strengur dúkki aftur upp, þó að það kunni að verða einhverjir áratugir þangað til hann yrði að veruleika? 

Og hvað þá?

Eða er strengur úr sögunni vegna framfara í orkuöflun? Myndi einhver þora að spá fyrir um slíkt? 

Þetta er einmitt gallinn við samninga eins og EEA/EES, að það er enginn leið til þess að vita hvar hann endar.

Engin sá líklega fyrir umræðu um 3ja orkupakkann, þegar samningurinn var undirritaður á 10. áratugnum og talað var um að Íslendingar hefðu fengið allt fyrir ekkert.

Ég man ekki betur heldur en að þá hafi það verið talið nokkuð öruggt að innflutningur á "hráu kjöti" væri ekki í spilunum.

En ég væri þakklátur ef ég fengi ábendingar um hvar er að finna bestu umfjöllunina um 3ja orkupakkann.

Gjarna í stuttu en hnitmiðuðu máli, þá að það þurfi ekki að vera "krakkafréttir".


Bloggfærslur 1. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband