Landamæraveggur hér og landamæraveggur þar

Þó að vissulega séu áform DJ Trump um byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó nokkuð stórkarlaleg og deila megi um hvort að þörf sé að vegg eður ei, finnst mér óumdeilanlegt að ríki eiga fullan og óskoraðan rétt til þess að stjórna hverjir koma til landins. 

Hvort að til þess þurfi vegg eða girðingu er annar handleggur og vissulega er ekki óeðlilegt að um slíkt séu skiptar skoðanir.  Ég ætla ekki að dæma um þörfina á landamærum Mexikó og Bandaríkjanna, enda þekki ég ekki nógu og vel til.

En hitt er ótvírætt í mínum huga að engin réttindi eru tekin af Mexíkóbúum, öðrum íbúum S-Ameríku eða nokkrum öðrum, þó að reistur sé múr eða veggur á landamærunum.

Engin á rétt á því að fara þá leið til Bandaríkjanna.

Ceuta borderEn það virðist ekki vera sama hvar landamæraveggir eru.  Víða eru þeir til staðar án þess að "heimspressan" eða nokkur annar hamri á tilvist þeirra.

Hér til hliðar má t.d. sjá mynd frá landamærum eins af ríkjum Evrópusambandins.

Eðlilega er passað vel upp á landamærin, enda á enginn rétt á því að fara þar yfir án tilskyldar heimildar.

 

 

Hér til hliðar er svo önnur mynd af öðrum stað á landamærum sama ríkis.  Alls ekki melilla   border fenceminni viðbúnaður þar.

Þessum landamæragirðingum er ætla að hindra að fólk komi til landsins.  Eftir sem áður er öllum frjálst að yfirgefa landið, rétt eins og tilfellið er í Bandaríkjunum.  En það á sömuleiðis að fara fram á viðurkenndum stöðum, en ekki með því að skjótast leynilega yfir landamærin.

Þessar girðingar (eða múrar) eiga því ekkert sameiginlegt með "Berlínarmúrnum", eða þeim víggirðingum sem komið hefur verið upp á landamærum N-Koreu. Þar var og er ætlunin að hindra íbúana að yfirgefa landið.  Landinu hefur verið breytt í fangelsi.

Það er grundvallaratriði að gera greinarmun á slíku.

En hvers vegna skyldi svona fáum þykja það alger ósvinna af Spáni að hafa byggt slíka landamæraveggi?

 

 

 

 

 

 


Pólítík og íþróttir

Persónlulega missi ég ekki svefn yfir því að Koreuríkin sendi sameiginlegt lið til keppni, eða sé leyft að hafa fleiri leikmenn í hópnum en öðrum ríkjum.

En ég er þó þeirrar skoðunar að slíkt sé varhugavert fordæmi.

Ég er þeirrar skoðunar að í íþróttum, sem víðast annars staðar eigi aðeins einar reglur að gilda, fyrir alla þá sem þeim þurfa að hlýða.

Vissulega væri það gott og æskilegt að ríkin á Koreuskaga hefðu með sér aukið samstarf, eða sameinuðust.

En íþróttir eiga að halda sig eins langt frá pólítík og mögulegt er.

Það er enda oft inntak ræðanna sem haldnar eru við hátíðleg tækifæri.

Undanþágur sem þessar gera þann hljóm enn holari en verið hefur.

 


mbl.is Mæta á HM með fleiri leikmenn en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband