Þjóðarsjóður, skynsamlegt, eður ei?

Nú er mikið rætt um hvort skynsamlegt að Íslendingar komi á fót svokölluðum "Þjóðarsjóði" eður ei.

Eins og oft er ýmislegt sem mælir með því og á móti.

Að sjálfsögðu er skynsamlegt að "leggja fyrir".  Og það er alltaf skynsamlegt að hugsa til framtíðar.

Þó að Íslendingum vegni vel núna, er að sjálfsögðu engin trygging fyrir því að svo verði um alla framtíð.

Það er einnig rétt að hafa í huga að þegar vel gengur, er einmitt rétti tíminn til þess að leggja fyrir, það gildir jafnt um einstaklinga, fjölskyldur og ríki.

Ekki að nota alla peninga sem koma inn og eyða þeim.

Aðrir segja, og það er mikil skynsemi í því, að best sé að borga upp skuldir, áður en farið sé að leggja fyrir .

Ég mæli því ekki í mót, það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér betri "fjárfestingu" heldur en að borg upp skuldir, því það er varasamt að treysta á að fjárfestingar geti skilað hærri arðsemi, en nemur vöxtum á skuldum.

En ég mæli þó með því að Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði.

Ekki vegna þess að ég haldi því fram að rétt sé að Íslenska ríkið hætti að borga niður skuldir sínar, heldur vegna þess að ég held að rétt sé að gera hvoru tveggja.

Það er skynsamlegt að stofna "Þjóðarsjóð", jafnvel þó að allar skuldir séu ekki greiddar.

Ekki vegna þess að ríkissjóður eigi að hætta að greiða niður skuldir, heldur vegna þess að ef áföll verða, er gott að eiga varasjóð.

Vegna þess að þegar "skíturinn lendir í viftunni", er einmitt tíminn þegar enginn vill lána þér.

Og þá er gott að eiga varasjóð.

Eins og stundum er sagt, banki er, stofnun sem eilíflega er að bjóða þér regnhlíf (yfirdrátt), en tekur hana frá þér þegar droparnir byrja að falla.

Því er skynsamlegt fyrir bæði ríki og einstaklinga að eiga varasjóð, jafnframt því að greiða niður skuldir.

Auðvitað er best að skulda engum og eiga varasjóð, en þangað til svo er, er alls ekki vitlaust að eiga bæði - skuldir og varasjóð.

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 20. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband