Undarleg stefna í heilbrigðismálum

Eins og kemur fram í viðhengdri frétt, nota æ fleiri Íslendingar rétt sinn til að notfæra sér heilbrigðisþjónustu erlendis.

Þetta er fylgifiskur hins Evrópska efnahagssvæðis og líkleg einn af þeim kostum þess samnings sem margir kunna að meta.

Heilbrigðisþjónusta er skilgreind svipuð og önnur þjónusta og sjálfsagt sé að sækja hana, eins og aðra þjónustu, yfir landamæri.

En ef hægt er að sækja þjónustu yfir landamæri, ætti þá ekki að vera hægt að sækja hana innan landamæra?

Eins og er virðast Íslensk stjórnvöld ekki vera þeirrar skoðunar.

Þeim virðist þykja sjálfsagt að Íslendingar geti sótt heilbrigðisþjónustu út til Evrópulanda (ef biðtími á Íslandi fer yfir ákveðin mörk), en þykir fráleitt að Íslendingar geti sótt sömu þjónustuna hjá einkareknum aðilum á Íslandi.

Einkarekin heilbrigðisþjónusta í Svíþjóð, Tékklandi eða Amsterdam er valkostur fyrir Íslendinga, en einkarekin þjónusta á Íslandi er fráleitur kostur að mati stjórnvalda.

Að sækja þjónustuna erlendis er þó mikið meira rask fyrir sjúklinga og oftast nær fylgir því meiri kostnaður (gjarna óbeinn).

En einhverra hluta vegna virðist einhver "hugsjón" standa í vegi fyrir einkarekinni heilbrigðisþjónustu, jafnvel þó að hún kosti þegar upp er staðið hið opinbera lægri fjárhæð.

Það virðist sem svo að sú tilhugsuna að einhver innanlands kunni að hafa hagnast á aðgerðinni sé svo ógeðfelld að það sé miklu æskilegra að einhver "erlendis" hafi hagnast á sömu aðgerð.

Er ekki eitthvað að slíkri hugsun eða "hugsjón"?

 

 

 

 


mbl.is Sprenging í læknismeðferð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband