Færsluflokkur: Aulahúmor

Gríski landbúnaðarráðherrann

Ég veit að það er ljótt að hlægja að þeim sem eiga í erfiðleikum.  En stundum er erfitt að neita sér um það og það er nú föstudagur.  Ég verð að viðurkenna að þegar ég uppgötvaði fyrir nokkrum mínútum að landbúnaðarráðherra Grikkja heitir Kosta(s) Skandal(idis), þá hló ég býsna dátt.  Óljós framburður gerði þetta enn hlægilegra.

Hef ekki verið að kynna mér landbúnaðarstefnu Grikkja, en haft var eftir Kostas í fréttum að hann vildi að Papandreou segði af sér.


I Will Delay - From The Album: Angela Merkel: The Euro Years

Þessi dægurlagatexti var að detta inn í pósthólfið mitt.  Hér "syngur" Angela Merkel þekkt lag Gloriu Gaynor, með nýjum texta.   Eftir því sem ég kemst næst útgáfudagur ekki ljós, en þeir sem vilja spreyta sig í söngnum, er bent á karaoki útgáfu sem hægt er að nota sem undirspil  og ég hef sett hér með.

I Will Delay (from Angela Merkel: The Euro Years)

First I was angstvoll, I was petrified

Greece looking like defaulting, Ireland on the slide

I spent oh so many years with the euro much too strong

Now it’s not even clear, which countries should belong

And so we’re back

At the Council

With Nicolas, and Enda, and Silvio as well

We should have tightened up the rulebook

For the single currency

If we’d known for just one second

We’d fund this facility

Go on now go, down to Brussels

We’ll fly over and talk some more, while the market sells

They want a big bazooka, a comprehensive fix,

An ECB-backed bailout fund, but we’ll give them nix.

It’s all okay! We can delay!

We’ll have a weekend summit

And another one Wednesday

There’s a G-20 coming up

For the Greeks it’s just tough luck

Let’s just delay

Til someone pays…

And then cross-border banks started to fall apart

Talk of haircuts and big writedowns nearly broke my heart

I spent oh so many nights in the Justus Lipsius

Talking late

Til we said ‘just make them wait!’

You see these bonds

They’re something new,

Fudge them with the ESM, it might just get us through

Markets in a tailspin, spreads about to burst

I wish we’d kept our promise from July the twenty-first

Call the BRICs and Jean-Claude Trichet, hope that we can cheat our fate

And maybe in the meantime let’s just name another date?

Come on again, down to Brussels

We’ll work on technicalities while the true Finns yell,

Markets may be seized up, there’s no liquidity,

But we’ll create distraction by chastising Italy,

It’s all okay! We can delay!

We’ll have a weekend summit

And another one Wednesday

There’s a G-20 coming up

For the Greeks it’s just tough luck

Let’s just delay

Til someone pays…

 


Vinstri vísindamenn og forsetinn

Ég veit ekki nákvæmlega af hverju, en þegar ég hef fylgst með væringum vinstri manna á Íslandi og forsetans undanfarnar vikur dettur mér æ oftar í hug kvikmyndir.

Þessar gömlu góðu vísindaskáldsögur oft kenndar við Frankenstein, þar sem "brjálaði" vísindamaðurinn hefur misst allt vald yfir sköpunarverki sínu og horfir örvinglaður á "skrýmslið" vaða um þorpið, ógnandi og hótandi eyðileggingu.

Það gæti hins vegar verið vikið frá "handritinu" og að það yrði ekki neinn "happy ending".

 


In God We Trust

In God We Trust, er velþekkt slagorð úr fjármálaheiminum.  Það hefur prýtt Bandaríska seðla og mynt um langt árabil.  Ef til vill undirbýr Íslenski fjármálageirinn, eða ríkishluti hans að taka upp þetta sama slagorð.  Ef til vill er traustið á almættinu það eina sem getur bjargað geiranum. Eða þá að traust almennings á hið sama almætti er það eina sem getur fengið almenning til að halda áfram viðskiptum sínum við hina sömu banka.

Alla vegna virðist guðfræðimenntum hafa stigið all verulega í verði innan fjármálageirans sbr. ráðningu Páls Magússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Þær láta ekki að sér hæða faglegu ráðningarnar og öll ferlin sem er búið að koma upp.

Hitt kann svo vera að ríkisstjórnin hafi ekki gefist að fullu upp við að byggja brýr yfir til "Sambandssinna" í Framsóknarflokknum.  Þar nýtist menntun Páls einnig vel því almættið, "Sambandið" og pólitík mun eiga það sameiginlegt að vegir þeirra eru órannsakanlegir.


Spurning helgarinnar

Var Ari Skúlason mættur á flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar, eða var hann heima að læra?

Katrín Jakobsdóttir vill tryggja sjálfstæði Davíðs

Ég gat ekki að því gert að mér þótti þessi frétt á vef RUV nokkuð skondin.

Með tilliti til frétta úr fjölmiðlaheiminum liggur næst við að draga þá ályktun að Katrínu þyki brýnt að tryggja sjálfstæði Davíðs frá eigendum Morgunblaðsins.

En upphaf þessarar stuttu fréttar er líka athyglivert, ekki síst með tilliti til fársins sem virðist ríkja á Íslandi út af ráðningu Davíðs:

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir fjölmiðla metna út frá því hverjir eiga þá, og ekki síður hverjir stýra þeim.

Mennta og menningarmálaráðherra segir fjölmiðla metna út frá því hverjir eiga þá og hverjir stýri þeim.  Hún minnist ekkert á innihaldið, það skiptir líklega litlu eða engu máli.


Jóhrannar

Fékk nú í morgun tölvupóst frá Íslandi þess efnis að forsætisráðherra landsins sé kona ekki einhöm og gangi nú undir nafninu Jóhrannar.

Ekki fylgdi með póstinum greinargóðar skýringar á uppruna nafnsins, en þó skyldist mér að þess hefði fyrst verið getið í Fréttablaðinu.

 


Tekið að kólna í Helvíti?

Það eru tragíkómískar fréttir sem berast af Borgarahreyfingunni.  Það er engu líkara en hreyfingin hafi tekið upp þráðinn þar sem Frjálslyndi flokkurinn skildi hann eftir, og ákveðið að ganga enn lengra og ákafar fram í sundurlyndi og innanflokksdeilum.

En líklega er farið að kólna í Helvíti og mikil eftirspurn þar eftir flíspeysum og öðrum hlýum fatnaði.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur B breytist í Plan B

Fékk tölvupóst fyrir fáum mínútum.

Þar er fullyrt að hinir landsþekktu Íslensku gárungar, hafi gefið Degi B. 100 daga borgarstjóra Samfylkingarinnar nýtt nafn.

Hér eftir heiti hann Plan B.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband