Færsluflokkur: Lífstíll
Fyrirsögnin hér að ofan er ekki sönn, hún á ekki við nein rök að styðjast, alla vegna ekki það ég veit best. En þeim vex þó stöðugt fiskur um hrygg sem vilja banna slátrun hrossa til kjötneyslu.
Hreyfingin sem berst fyrir þessu mun vera sterkust í Bandaríkjunum, flestir telja hana upprunna í Kalíforníu, en margir vilja auðvitað flytja þessa framtíðarsýn sinna til annara landa, enda hross alls staðar hross, ef svo má að orðið komast.
Ekki verður hjá því komist að skipa starfshóp á Íslandi um hvernig eigi að bregðast við þessari ógn og ekki væri úr vegi að setja nokkur hundruð milljónir í landkynningu og til að kynna gildi hrossakjötsáts. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, enda hafa útlendingar margir dálæti á íslenska hestinum, dást að þeim er þeir keyra um landið og þúsundir komast í snertingu við íslenska hesta þegar þeir kaupa sér reiðtúra, en fjöldi íslenskra fyrirtækja starfa á þeim vettvangi og má rétt ímynda sér þá vá sem þeim er búin ef hrossakjötsáti fer ekki að linna á Íslandi.
Þegar hafa stórstjörnur eins og Willie Nelson og Bo Derek tekið hrossin upp á arma sína og mun án efa fleiri stjörnur leggja þessu máli lið.
Því má svo bæta við að svín ku vera ákaflega greind dýr og hefur frést af nokkrum stórstjörnum sem halda þau sem gæludýr.
Ég hef safnað saman nokkrum fréttum af þessu máli, sem finna má hér, hér, hér og hér.
Að lokum, í fréttinni sem er áföst þessari bloggfærslu kemur fram að japönsk skip hafi lagt úr höfn til að veiða 850 hrefnur og 10 langreyðar, allt í nafni vísindanna. Hefur eitthvað heyrst af því að alemenningur í Bretlandi, Bandaríkjunum, nú eða Evrópusambandinu ætli sér að sniðganga japanskar vörur, eða beita sér fyrir herferð þar að lútandi?
Japanski hvalveiðiflotinn heldur til veiða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 19:18
Tilurð fyrirsætu
Auglýsingar snyrtivörufyrirtækisins Dove, hafa vakið nokkra athygli hér í Toronto og víðar. Athyglin kemur aðallega til út af því að í auglýsingum koma fram "venjulegar" konur, hvað sem það nú er.
En þessar konur hafa aukakíló, appelsínuhúð og glíma við sömu vandamál og svo margar aðrar konur.
Nú í morgun fékk ég svo í tölvupósti tengil á auglýsingu sem þetta sama snyrtivörufyrirtæki hefur gert.
Auðvitað er það ekkert nýtt að við heyrum ráðist á "heim tískunnar", en það ber ef til vill nýrra við þegar "árásin" kemur frá snyrtivörufyrirtæki.
Svo er það auðvitað spurningin, er þetta einhver "árás", er þetta ekki einfaldlega stórsniðugt "markaðsplott"?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 23:57
Og meira af grænni orku
Þá fjölgar metan bílunum á götunum í Reykjavík, það telst gott að aka á uppgufun frá sorpinu. Ekki veit ég hvað mögulegt væri að knýja marga bíla með afgasi frá sorpinu sem fellur til að Íslandi en þetta er auðvitað hrein snilld. Sparar gjaldeyri, bíllinn er ódýrari í rekstri, er "grænn" kostur, þannig að plúsarnir eru margir.
Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Heklu dugar sorpið í Gufunesi fyrir 2500 til 3500 fólksbíla þegar allt verður komið á fullt þar. Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir því að gera þetta víðar um landið?
Annars kemur mér alltaf í hug Mad Max þegar ég heyri talað um metanbíla. Þar kunnu menn vel að meta metanið og létu engan svínaskít fara til spillis.
Nýir og langdrægari metanbílar afhentir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 27.10.2006 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2006 | 21:53
Ert þú illur neytandi?
Ég hef oft áður vitnað til pistla Margaretar Wente. Pistillinn hennar í dag skemmti mér ágætlega, en þar fjallaði hún um hvað væri "pólítískt rétt" að innbyrða. En það er býsna oft vandratað í heiminum hvað það varðar, ef viðkomandi vill hafa "hreina samvisku", alla vegna ef mark er tekið á þeim sem predika hvað harðast "pólítíska rétttrúnaðinn".
Það er alveg ljóst að neysla á hvalkjöti fellur ekki innan "ásættanlega" rammans. En það er ýmislegt annað sem þeir með vilja vera "meðvitaðir" verða að varast, t.d. vatn úr flöskum (sekur), ferðast með flugvélum (sekur) og þar fram eftir götunum.
En grípum nokkra búta úr pistlinum:
"I was glad to discover that my new yoga T-shirt from Lululemon is made out of soy. It says so right there on the label. I'm not sure if I paid extra for this feature, but it's a good thing. Now I know my T-shirt is 100-per-cent organic. It was made from renewable resources by people who, I assume, are decently treated by whatever Third World textile factory happens to employ them. I would expect no less from Lululemon, which has improved the lives of millions of Canadians by making it permissible to dress in clothes that feel like pyjamas and pretend that you're on your way to yoga. Besides, in a pinch, I could probably eat it.
My cup of Timothy's Coffees of the World fair-trade coffee comes from Colombia, where it was bought on a fixed-price contract from a democratically run coffee co-op. That means the growers don't get hammered if commodity prices tank. This is also good. If I can help improve the livelihoods of industrious Colombians as I stimulate my nervous system, I'm all for it.
Like everyone else, I'd rather be an ethical consumer if I have the choice. But that's not as easy as you think. Take salmon. Which kind should I eat, wild or farmed? David Suzuki says farmed salmon are bad for the environment because they spread sea lice. But overfishing is depleting the oceans. I used to eat sea bass, and look what happened to them."
" Even water isn't easy any more. Although I've been congratulating myself for staying hydrated, it turns out I've been wrecking the planet. Bottled water is the devil's drink, and drinking it is about as close to mortal sin as you can get. According to environmentalists and the United Church, people who drink bottled water are responsible for depleting the water tables, polluting the air (because they truck it to the stores) and generating huge amounts of non-biodegradable plastic water-bottle waste. I am allowing water companies to make obscene profits on something that should be a gift from God, and I am undermining confidence in our public water systems. Okay! I repent! Not one more drop of demon water shall cross my parched, chapped lips.
In Britain, the church is after other sorts of sinners. The Bishop of London has declared that people who fly off on holiday without a thought for climate change are committing a sin against the planet. So what am I supposed to do now? Stay home? Take one vacation instead of two for twice as long? Plant a tree as a form of carbon offset? "
" I try to do my best on the home front. I only run the dishwasher when it's full, preferably after midnight. I've unplugged the freezer. I shave my legs in the shower and wash undies on warm/cold. The thermostat is set at 20, except when my husband sneakily turns it up. I bought fluorescent light bulbs, which I wouldn't recommend, since, as someone else said, they make your house look like a bus station bathroom. I've insulated the electric outlets and weather-stripped the doors. I have worms in the basement composting the fair-trade coffee grounds. I swear I'll start bicycling to work next spring.
But should I really go out and splurge on Product Red? I suppose it's a good thing that you can buy red cellphones and lots of other nifty stuff to help save Africa. I just wonder if it's really necessary to line the pockets of Motorola, the Gap and Emporio Armani along the way. Why not just send the money straight to Stephen Lewis? I know Bono is all for it. But isn't that the same Bono who's moving his headquarters out of Ireland to avoid taxes? How ethical is that?"
Pistilinn í heild má finna hér og heimasíðu Project Red hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2006 | 03:58
Offita og jafnrétti
Smá vangaveltur á síðkvöldi:
Ef of grannar fyrirsætur, stælt íþróttafólk, kvikmyndastjörnur og annað slíkt "þotufólk" hafa svona gríðarleg áhrif og eru svona sterkar fyrirmyndir, hvernig stendur þá á því að offita stefnir í að verða helsta böl mannkyns?
Fyrst við lesum í fréttum að "kynbundin launamunur" sé nákvæmlega sá sami og var fyrir 12 árum, hvaða einkunn eigum við þá að gefa baráttunni? Eigum við að trúa því að munurinn hefði stóraukist ef opinberir aðilar, verkalýðsfélög og annað "baráttufólk" hefði ekki haldið ráðstefnur, auglýst fyrir milljónir, og "staðið vaktina"? Eða getur verið að baráttan og baráttuaðferðirnar fái falleinkunn? Eða eru einhverjar eðlilegar skýringar á þessum mun? Nú eða fæðingarorlof fyrir bæði kyn sem átti að kippa þessu öllu í liðinn, verður það endurskoðað?
Hvers kyns lýðræði er það ef sagt er að það megi kjósa hvern sem er svo lengi sem það er jafnt af báðum kynjum?
Þetta svona flaug um hugann.
Einn milljarður manna of þungur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2006 | 03:26
Út með ruslið
Ég hef um nokkurn tíma ætlað að blogga um þann dugnað sem ég sýni með því að sjá um alla meðhöndlun sorps hér að Bjórá. En sorpmál eru með nokkrum öðrum hætti hér í Kanada en tíðkast upp á Íslandi.
Fyrst ber að nefna að sorp hér er skipt í 5 flokka. "Grænt sorp", sorp, pappa, plast, gler og álumbúðir, pappír og pappa, og svo að lokum garðúrgang. Þessu verður öllu að halda aðskildu, og setja út að lóðamörkum á tilskyldum dögum. Ekki eru allar tegundir sorps teknar í hverri viku og sendir borgin sérstakt almanak í hvert hús til að hægt sé að standa vaktina rétt.
Þannig er "grænt sorp" tekið vikulega en sorp er tekið á hálfsmánaðarfresti, hina vikuna einbeitum við okkur að endurvinnanlega partinum, umbúðunum og pappír/pappanum. Allt hávísindalegt. Garðaúrgang má svo setja fram á nokkurra vikna fresti, nema á vorin og haustin þegar hann er sóttur vikulega.
Eins og sést á þessu, er þetta þó nokkuð prógram að halda utan um. Það er líka vissara að gleyma ekki að skutla þessu að lóðamörkunum, því ella verður einfaldlega að bíða í viku eða hálfan mánuð eftir atvikum.
Persónulega finnst mér þetta skrýtið kerfi, þó að ég dáist að því hve kerfið að afkastamikið, enda sparar það sorphirðumönnum ómældan tíma að hver og einn komi með sitt að lóðamörkum. Þannig er það aðeins einn maður sem kemur hér og losar og keyrir jafnframt bílinn. Eins manns teymi.
En það er endurvinnsluparturinn sem er það sem mér finnst skrýtið. Það að setja allt í graut, gler, plast og áldósir finnst mér skrýtin aðferð og ekki skánar það þegar ég sé að það er losað í sama stað og pappírinn og pappinn (sorpbílarnir hér eru tvískiptir þannig að "græna sorpið" fer alltaf í sér rennu). Einhvern veginn á ég erfitt með að ímynda mér vinnuna við að flokka þetta allt aftur í einhverri sorpstöð. En þeir segja hér að þeir ráði yfir það öflugum flokkunargræjum að þetta sé ekkert mál.
Svo eru haldnir svokallaðir "Umhverfisdagar" hér og þar um borgina á sumrin, þar fara menn og losa sig við hluti eins og gamlar tölvur, rafhlöður og annað þar fram eftir götunum. Þar býður borgin sömuleiðis upp á ókeypis gróðurmold sem hefur verið unnin úr "græna sorpinu" og garðúrgangnum. Hreint til fyrirmyndar.
Ef þörf er fyrir að losa sig við stærri hluti s.s. húsgögn, þvottavélar eða annað í þeim dúr, er þeim sömuleiðis skutlað að lóðarmörkum, hringt í borgina og beðið um að þetta sé sótt. Hvert hús á rétt á slíkri þjónustu 6 sinnum á ári, en það getur þurft að bíða viku til 10 daga eftir henni. Við settum reyndar þvottavél út fyrir nokkru síðan, hringdum í borgina, en einhver kom og hirti hana áður en borgin mátti vera að því að sækja hana.
Svona eru sem sé sorpmálin hér Toronto, og passa ég mig að fara út með ruslið á hverjum fimmtudegi. Geymsla og flokkun fer hins vegar fram í bílskúrnum.
Sjálfbærir sorpbílar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 01:27
Kynlíf, ást, auður og stjórnmál.
Við íslendingar erum ekki vanir að fjallað sé mikið um einkalíf stjórnmálamanna, alla vegna ekki nema að þeir kjósi það sjálfir, og ekki man ég eftir neinni grein um eða viðtali við íslenskan stjórnmálamann sem hefur komið inn á kynlíf hans eða elskhuga.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um hvernig beri að fjalla um slík mál, en oft er ábyggilega betra að fjallað sé um slíkt í opinberum miðlum, frekar en það verði "eitthvað sem menn hafa heyrt".
En hér í Kanada er hefðin nokkuð önnur og kanadabúar ýmsu vanir (margir vilja halda því fram að "Trudeau tímabilið" hafi breytt þessu varanlega) og hér kalla fjölmiðlar ekki allt "ömmu sína" þegar kemur að þessum málum.
Belinda Stronach er einn af þeim þingmönnum sem hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri, bæði á pólítíska sviðinu og einkalífinu. Hún skipti um flokk á miðju kjörtímabili sem þýddi sambandsslit við þingflokksformann flokksins sem hún yfirgaf. Hún fékk að "launum" ráðherrastöðu, en sú stjórn féll skömmu síðar, hún hefur nýverið verið nefnd sem "þriðji aðilinn" í skilnaðarmáli sem vekur mikla athygli. Ofan á þetta má bæta að hún erfingi stórveldis í bílaiðnaðinum, var forstjóri þess áður en hún sneri sér að stjórnmálum og sagði bless við u.þ.b. hálfs milljarðs árslaun.
En vefsíða Globe and Mail er með úttekt á Belindu í dag og er farið yfir feril hennar án allrar tæpitungu.
Ég er ekki frá því að stjórnmálin hafi haft gott af þátttöku Belindu, hún er vissulega umdeild, en er hreinskilin og óhrædd við að segja frá hlutunum eins og þeir eru.
Nokkrir bitar úr umfjölluninni:
"Belinda Stronach, multimillionaire divorcée and recent minister of the Crown, likes sex. She likes athletes' good, hard bodies. Acquaintances say she's partial to younger men. And, being a dude magnet, she appears able to come-hither any hunk who catches her eye.
Canadians, of course, have been down this road before with a public figure.
Pierre Trudeau, multimillionaire divorcé; prime minister, liked dancers, writers, academics, musicians, the odd U.S. heiress who can forget Texas party blonde Lacey Neuhaus? in fact, just about anything female and many years younger than himself.
It never deterred anyone in the country from labelling Mr. Trudeau an intelligent, serious public figure.
But welcome to post-gender equality in Canada: Never before have we had a woman politician playing out this narrative. "We're a young country yet," sighed a seasoned Liberal Party insider, who felt it wiser to speak off the record.
Ms. Stronach's three years in public life have been marked by a blizzard of gossip about her being a playgirl ditz, nightclubbing her way through champagne fountains and being dumb as a board with a breast job. (Come to think of it, there was a lot of talk about Mr. Trudeau having had a facelift.)
This past week, the 40-year-old, physically appealing, superbly fit and one-time Conservative, now Liberal, member of Parliament for the suburban Toronto riding of Newmarket-Aurora has been identified quaintly as "the other woman" in a divorce action against former Toronto Maple Leafs player Tie Domi, 36."
"As for sex qua sex, she tells her biographer, Calgary Herald columnist Don Martin, that she loves men and that sex is "great. Better than golf." She goes on: "What better thing is there? Let's face it. I don't sit at home and knit on Friday nights. I'm single. What do you expect me to be a hermit?"
Exactly. But Canadians have to get used to hearing a woman in public life talk that way.
At which point, they will be able to discover there's a real Ms. Stronach a person, a politician, attempting to contribute to Canadian public life beyond the smirks and this week's lip-smacking media coverage of her revealed affair with a man reportedly caught sneaking in and out by the security cameras on his own house. Which admittedly is pretty funny.
And a real Ms. Stronach beyond the media's interest in her shoes (she was astonished and irritated to see a TV cameraman filming her feet as she was being sworn in as a cabinet member at Rideau Hall) and breast-adjustment rumours. Mr. Martin writes that, when asked to comment on the supposed "cosmetic improvements," she snapped: "Have you ever had a rectal examination?""
"She got herself elected as an MP in the election that year, then made an incendiary defection in 2005, choosing to sit in Parliament as a Liberal and torpedoing her love affair with deputy Conservative leader (and now Foreign Minister) Peter MacKay. Despite the Tories' rise to power in January, she was re-elected as a Liberal.
Away from politics, she is one of the global beautiful people, socializing with Hollywood movie actors, professional athletes, global rock stars, heads of state and a constellation of platinum jet setters such as model Linda Evangelista, Prince Andrew and former U.S. president Bill Clinton (with whom the weight of evidence suggests she has not had an affair, despite persistent gossip to the contrary). "
"And her political career? There's a consensus among people who know her well that she passionately enjoys politics, if not the politician's life.
John Laschinger, the master Tory strategist who ran her leadership campaign, told Don Martin: 'I've never seen anyone make such an improvement [in herself] in Canadian politics in such a short time since Pierre Elliott Trudeau."
Mr. Peterson says this success "is the first thing she's had to fight for in her life." He said Bill Clinton whom she first met at a Magna fundraiser for Toronto's Hospital for Sick Children has had a big in influence on her political life.
A puck bunny she may be, but she has accomplished a lot and there's likely more to come. As for the gossip, Mr. Mills says, "Let he who is without sin cast the first stone.""
Umfjöllunina í heild má finna hér.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 03:00
Persóna sem við fílum
Fékk þennan link sendan í tölvupósti í dag. http://www.suf.is/suf/upload/images/persona_sem_vid_filum/474320_alfred.jpg
Það fylgdi þó ekki sögunni hvort að bolurinn er í almennri sölu, eða hvað hann kostar ef svo er. En ég verð að viðukenna að ég hafði ekki ímyndað mér "Don Alfredo" í "poppkúltúrnum", en svo lengi lærir sem lifir.
Ekki man ég eftir öðrum íslenskum stjórnmálamönnum "á bol", nema Steingrími J, í gervi "Che" sem var nokkuð notaður fyrir kosningarnar 2003.
Skyldi einhver komast í "boladeildina" með þeim Steingrími og Alfreð fyrir næstu kosningar? Hvern myndir þú veðja á?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)