Færsluflokkur: Dægurmál
3.4.2023 | 00:57
Var starfandi hæfisnefnd?
Nú hefur það þótt tilhlýðilegt að skipa hæfisnefndir þegar skipað er í embætti. Því er vert að það komi fram hvort að hæfisnefnd hafi starfað við þegar þessi ákvörðun var tekin eður ei?
Var Karl Gauti talinn hæfastur í embættið, ef hún hefur þá verið starfandi?
Ef hæfisnefnd hefur verið starfandi, hefði ráðherra verið stætt á því að ganga fram hjá áliti nefndarinnar?
Hefði það ekki valdið óróa í samfélaginu og jafnvel því að málsókn á hendur ríkisins vegna skipunarinnar?
Hefði verið hægt að kæra afgreiðslu mála þess sem hugsanlega hefði verið skipaður til t.d. Mannréttindadómstólsins, vegna þess að ekki hefði verið löglega staðið að skipuninni?
Er ekki vandlifað í veröldinni?
Gagnrýnir skipun Karls Gauta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2023 | 02:08
Fasteignalánavextir í Kanada
Ársverðbólga i Kanada er núna 5.2%, hækkanir á matvöru hafa þó verið mikið hærri, eru í lágri 2ja stafa tölu.
Seðlabanki Kanada hefur hækkað stýrivexti sína um 4.25 prósentustig síðastliðð ár, eða úr 0.25% í 4.50%.
En það þýðir auðvitað ekki að þeir sem hafa lán með breytilegum vöxtum, eða hyggjast taka lán nú, búi við vexti nálægt þeirri tölu.
Hér má sjá fasteignavexti hjá Scotiabank, hér er vaxtastigið hjá CIBC og loks hér hjá BMO.
Þarna má sjá að Kanadískir bankar eru óhræddir við raunvexti á fasteignalánum. Almennt séð þykja Kanadískir bankar þokkalega reknir, traustir og stöndugir.
Enginn Kanadískur banki hefur fallið síðan árið 1996. Ætli það þyki almennt ekki nokkuð gott?
En all nokkrar "krísur" hafa skollið á síðan þá.
Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2023 | 22:45
Verðtrygging, jafngreiðslulán, lán til 40 ára, hvert af þessu er stærsta vandamálið?
Mér finnst oft að í umræðunni á Íslandi sé engin greinarmunur gerður á verðtryggingu og jafngreiðsluláni.
Það er eins og líklega flestir vita afar algengt lánaform á Íslandi að þetta tvennt fari saman.
En það sem hækkar höfuðstól lána er ekki verðtryggingin, heldur jafngreiðslufyrirkomulagið. Og jafngreiðslulán þekkjast þar sem engin er verðtrygging, heldur fasteignaveðlán t.d. með breytilegum vöxtum (sem eru í raun ígildi verðtryggingar), og veldur nákvæmlega því sama, hækkun höfuðstóls.
Höfuðsstólshækkunin er svo "leyst" með því að afborganir hækka, eða lánstími (og afborganir) lengjast.
Þannig er ástandið til dæmis hjá sumum bönkum í Kanada að 20% viðskiptavina þeirra í fasteignaveðlánum, hafa séð höfuðstól sinn hækka.
Fjallað var um þetta vandamál fasteignakaupenda í frétt hjá Globe and Mail nýverið.
Þar má lesa m.a.:
"Twenty per cent of Canadian Imperial Bank of Commerce mortgage holders are seeing their loan balances grow, as rising interest rates make it harder for them to pay off their homes.
New data from CIBC show that $52-billion worth of mortgages the equivalent of 20 per cent of the banks $263-billion residential loan portfolio were in a position where the borrowers monthly payment was not high enough to cover even the interest portion of the loans. The bank has allowed these borrowers to stretch out the length of time it takes to pay off the loan, which is known as the amortization period. As well, borrowers are adding unpaid interest onto their original loan or principal."
Örlítið neðar í fréttinni segir:
"It shows the financial duress homeowners are under because of the jump in interest rates. It also highlights the growing risk borrowers face when it comes time to renew their mortgages and their amortization periods are required to shrink back to the lengths of time specified in the original contracts. Then, the borrower will face much higher monthly payments."
Lánafyrirkomulagið er útskýrt ágætlega í fréttinni:
"CIBC and most of the other big Canadian banks offer variable-rate mortgages that have fixed monthly payments. That means when interest rates increase, more of the borrowers fixed monthly payment is used to cover the interest expense. The borrowers payments remain steady because their amortization periods are automatically extended.
Borrowers can reach a trigger rate, which often requires them to make higher monthly payments so that they are always reducing the size of their loan.
But CIBCs variable-rate product allows borrowers to go past the trigger rate and stick with payments that dont cover the full amount of the interest owed, up to a certain threshold. The unpaid portion of the interest is deferred and added to the mortgage principal and the borrowers loan balance grows, or negatively amortizes."
Lánstími hefur einnig verið að lengjast, sem eykur vandræði sem lántakendur geta lent í, enda eignamyndun hæg, jafnvel við betri vaxtaskilyrði.
Vextir og verðbólga eru lægri í Kanada en á Íslandi, en hafa þó hækkað skarpt. Verðbólga hefur þó lækkað nokkuð frá toppi, en verðhækkanir á matvælum eru mun hærri en verðbólgan.
"Higher mortgage rates have resulted in a greater portion of fixed-payment variable mortgages where the monthly mortgage payment does not cover interest and principal, said Nigel DSouza, financial services analyst with Veritas Investment Research. The full impact of higher mortgage rates will be reflected on renewal, he said.
Today, the Bank of Canadas benchmark interest rate is 4.5 per cent compared with 0.25 per cent a year ago."
Ofan á þessi vandræði þeirra sem eru með fasteignaveðlán, bætist við lækkun fasteignaverðs, sem enn sér ekki fyrir endan á, en margir telja að sú lækkun verði á bilinu 20 til 50% (eftir svæðum) áður en yfir lýkur.
Á þessu sést að það er ekki verðtryggingin sem hækkar höfuðstól lána, heldur jafngreiðslufyrirkomulagið.
En það er samspil verðtryggingar, eða breytilegra vaxta, jafngreiðslulána og langs lánstíma sem getur orðið svo "eitrað".
Auðvitað er best að greiða alla vexti og verðbætur (samhliða afborgunum) jafnóðum. En það eru margir sem þurfa eða kjósa frekar lægri greiðslubyrði í upphafi.
Nú þegar tímabil ódýrra peninga er að baki, alla vegna um sinn, er það sem valið stendur um.
Enginn banki hyggst tapa á því að lána viðskiptavinum sínum og alla jafna gera þeir það ekki.
Dægurmál | Breytt 22.3.2023 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
21.3.2023 | 01:37
Öðruvísi áhyggjur
Þó ekki sé dregið í efa að fólki svipi saman víðast um heim fer ekki hjá því að áhyggjur og baráttumál eru víða mismunandi.
Stórum hluta ævi minnar hef ég eytt annars staðar en á Íslandi og vissulega eru áhyggjur fólks að hluta svipaðar, en á sumum sviðum gjörólíkar.
Hér á "Stór Toronto svæðinu" (nánar tiltekið í Mississauga) er t.d. rekin býsna stór olíuhreinsistöð. Mig rekur ekki minni til þess að um hana hafi staðið styr. Alla vegna heyri ég ekki minnst á hana hjá þeim sem ég umgengst, eða les um hana í fjölmiðlum.
Rétt hjá henni stendur svo stór sementsverksmiðja og þar stutt frá er gróðrarstöð.
Lesa má fróðleik um olíuhreinsunarstöðina hjá "Sögufélagi Mississauga". Þar kemur m.a. fram að býsna mikil sprenging varð þar árið 2003.
Hér er hefur engin fengið "memoið" um að það þýði ekki að fjölga akreinum og byggja nýja vegi. Byggðar eru nýjar hraðbrautir, eldri framlengdar, akreinum fjölgað á mörgum götum o.s.frv. Samt eru hér lestir, strætisvagnar og "Subway" í Toronto og að sjálfsögðu er unnið að frekari uppbyggingu þar sömuleiðis.
Hér ekur engin á nagladekkjum, það er enda bannað nema norðarlega í fylkinu. Það kvartar engin yfir því. Hér er enda hægt að treysta því að snjómokstur (og saltaustur) sé með þeim hætti að slíkt sé hægt.
Hér er meginvegum haldið opnum og svo gott sem öllum mokstri lokið innan 24 klukkustunda frá því að slotar.
Hér hef ég engan heyrt lýsa yfir áhyggjum af lausagöngu katta, nema kattaeigendur. Það er aðallega vegna allra sléttuúlfanna sem hér halda til og eru þekktir fyrir að sjá lítinn mun á velöldum heimilisketti og kanínum.
Hér þykir ekkert tiltökumál þó að háspennulínur þveri bæi og borgir. Undir línunum eru oft vinsæl útivistarsvæði og má oft sjá börn þar að leik og fólk að viðra hundana sína. Íslendingurinn kemur hins vegar stundum upp í mér og allir staurarnir og línurnar sem eru inn í hverfunum fara í taugarnar á mér, en fæstir skilja um hvað ég er að tala.
Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um neinn sem missir svefn yfir þeirri staðreynd að stór partur þess vatns sem ætti að renna niður Niagara fossana er notð til raforkuframleiðslu af Kanada og Bandaríkjunum. Ég held að flestir kunni að meta "grænu orkuna" sem er alls ekki nóg hér. Líklega finnst flestum fossarnir nægilega tilkomumikil sjón og myndu ekki sjá mikin mun þó að vatnsmagnið væri meira.
Eftir því sem mér skilst eru það u.þ.b. 12. milljónir manna sem berja fossana augum á ári hverju. Ein milljón á mánuði (meira auðvitað yfir sumarið) og engan hef ég heyrt tala um að það sé "uppselt". Svæðið er þó ekki stórt.
En vissulega eru einnig keimlíkar áhyggjur sem þjaka Kanadabúa og Íslendinga. Hér hafa flestir miklar áhyggjur af hækkun vaxta og þeirris staðreynd að vaxtagreiðslur Kanadabúa hafa hækkað um 45% á einu ári. Það er mesta árshækkun síðan á síðasta áratug síðustu aldar.
Flestir reikna með að vaxtahækkanir séu komnar til að vera, og jafnvel aukast, í það minnsta fram á mitt næsta ár.
Því tengt er svo að fasteignaverð hefur víðast hvar lækkað og er reiknað með að áður en botni verði náð, hafi húsnæðisverð lækkað um 20 til 50%, eftir svæðum. Það er því hætt við að eigið fé býsna margra geti þurkast út.
Í janúar síðastliðnum drógust fasgeignaveðlán saman um ríflega 40% miðað við 2022.
Kanadabúar hafa líka áhyggjur af síhækkandi áfengisverði, ekki síst vegna þess að ríkisstjórn Justin Trudeau vísitölubatt áfengisskatta og með hárri verðbólgu, hækkar það verð, sem hækkar verðbólgu, sem hækkar verð, en Íslendingar kannast við þessa formúlu.
Reiknað er með að áfengiskattar hækki um ca. 6.3% í Kanada 1. april, það er ekkert grín.
Kanadabúar hafa einnig áhyggjur af hækkandi orkuverði og að bensínlíterinn kosti næstum 150 ISK. Þegar líterinn fór yfir 200 ISK mátti heyra kveinstafi um allt land og "gárungarnir" töluðu um að fljótlega yrði farið að bjóða upp á bensín með afborgunum.
Engan Kanadabúa heyri ég kvarta undan því þó að borga þurfi til að njóta "þjóðgarða", sem eru reyndar ýmis reknir af ríkinu, fylkjum, eða sveitarfélögum. Þar er borgað daggjald, fyrir að fá sér sundsprett, sigla á kajökum eða kanóum, njóta göngustíga, eða hreinlega fara í lautarferð með fjölskyldu, vinnustöðum eða öðrum hópum. Engan hef ég heyrt segja að þetta eigi að vera "ókeypis".
Þannig er mannlifið keimlíkt, en samt allt öðruvísi þankagangur á mörgum sviðum. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, en samt þarft að velta fyrir sér hvað skapar muninn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2023 | 01:01
Rökræður: Er hægt að treysta "meginstraumsfjölmiðlum"?
Mér þykir alltaf gaman að hlusta á góðar, kurteislegar en "harðar" rökræður. Þær rökræður sem má finna hér að neðan og fjalla um hvort hægt sé að treysta "meginstraumsjölmiðlum", eru á meðal þeirra betri sem ég hef séð um all nokkra hríð. Douglas Murray fer hreinlega á kostum.
Ég fann þetta myndband á Youtube, en rökræðurnar, sem eru haldar af Munk Institute og fóru fram í Toronto síðastliðinn nóvember, má einnig finna hér og hér.
Reyndar er heimasíða "Munk Debates" vel þess virði að skoða, þar er margt athyglisvert að finna.
En þeir sem rökræða hér eru: Matt Taibbi, Douglas Murray, Malcolm Gladwell og Michelle Goldberg.
Virkilega vel þess virði að horfa/hlusta á.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.7.2021 | 15:01
Vinstri græn og samstarfið
All nokkuð hefur verið skrifað um mikið óþol stuðningsmanna VG við samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér er ekki erfitt að skilja að það er ef til vill ekki það sem stuðningsmenn flokksins kysu helst.
En ef gengið er út frá því að óraunhæft sé að VG nái hreinum meirihluta, með hvaða flokkum skyldu stuðningfólkið helst vilja samstarf?
Vissulega kvarnaðist úr þingflokknum þegar leið á kjörtímabilið, enda var ekki sátt um ríkisstjórnarsamstarfið frá upphafi.
Augljóslega hefur VG eitthvað þurft að gefa eftir, eins og ég held að flestir geti tekið undir að hinir flokkarnir hafa þurft að sætta sig við málamiðlanir sömuleiðis.
Það er vert að gefa því gaum að Vinstri græn hafa aðeins tekið þátt í stjórnarsamstarfi í tvígang.
Það er nú með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og svo áður með Samfylkingunni.
Hvernig skyldi stuðningsfólk VG leggja mat á þessar tvær ríkisstjórnir sem flokkurinn hefur starfað í?
Hvað "hurfu" margir þingmenn flokksins á braut í hvoru tilfellinu um sig?
Hvað missti VG stóran hluta fylgis síns eftir samstarfið við Samfylkingu? Er hætta á að það fylgistap verði "toppað" nú?
Hvað þurftu Vinstri græn að gefa eftir í því stjórnarsamtarfi? Var það alltaf ætlun flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Svona má lengi ræða hlutina, en það voru vissulega skiptar skoðanir um samstarfið við Samfylkinguna ef ég man rétt.
Það er enda ekkert óeðlilegt að allir þurfi að gefa sitthvað eftir í ríkisstjórnarsamstarfi. Ég held að það hafi Vinstri græn ekki gert í meira mæli en hinir samstarfsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn og enn síður sé miðað við styrkleika.
En pólítík er list hins mögulega og flokkar reyna að sneiða hjá "ómöguleikanum".
Ríkisstjórnarsamstarf hlýtur alla jafna að taka mið af því sem er gerlegt og því sem er í boði.
P.S. Til að forða öllum misskilngi er rétt að taka fram að ég er ekki og mun líklega aldrei verða stuðningsmaður VG.
En finnst einfaldlega fróðlegt að fylgjast með umræðum um þann flokk eins og aðra flokka.
10.6.2021 | 02:08
Þeir sem bera saman epli og appelsínur, finna gjarna ranga niðurstöðu
Það er gömul saga og ný að auðugustu menn veraldar eru sakaðir um að greiða lágt hlutfall af tekjum sínum í skatta.
Í ajálfu sér ætla ég ekki að mótmæla því, enda ráða þeir gjarna til sín einhverja af "greindustu" einstaklingum jarðarinnar (og alls ekki tekjulága og líklega ætti frekar að segja hóp af þeim) til að sjá um skattframtölin sín og notfæra sér allar þær "holur" sem stjórnmálamenn hafa í skattkerfi hinna ýmsu landa.
Skattalög Bandaríkjanna eru til dæmis lengri lesning en bíblían eða allar bækurnar um Harry Potter. En í sjálfu sér er ekki nóg að kunna skil á því, heldur koma til alls kyns dómafordæmi og svo framvegis.
"Góður hópur" af skattalögfræðingum þarf því að "kunna skil" á u.þ.b. 70.000 blaðsíðum er sagt.
Hvers vegna?
Ekki ætla ég að fullyrða um að hvað miklu leyti má færa þetta yfir á önnur lönd, en eins og lesa má um í fréttum, er mikið traust sett á þá sem telja fram, eins og t.d. meðlimir hljómsveitarinnar Sigurósar hafa kynnst.
Hitt er svo að eignir og skattgreiðslur eru í sjálfu sér óskyldir hlutir, oft á tíðum, en þó ekki alltaf.
Til dæmis er sagt að Jeff Bezos hafi greitt 1.4 milljarða dollara í tekjuskatt af 6.5 milljarða tekjum á árunum 2006 til 2018. Það gerir u.þ.b. 21% skatt, en sjálfsagt hefur hann haft einhverja "frádráttarliði".
En "eignir" hans jukust um 127 milljarða dollar á sama tíma. Og það er einmitt út frá þeirri eigna aukningu sem sumir vilja reikna skattgreiðslur hans.
En hvað er "eign"?
"For instance, Amazon CEO Jeff Bezos paid $1.4 billion in personal federal taxes between 2006 to 2018 on $6.5 billion he reported in income, while his wealth increased by $127 billion during that same period. By ProPublica´s calculation, that reflects a true tax rate of 1.1%."
En er það rökréttur útreikngur?
Ef einhver keypti einbýishús í Reykjavík á 50 milljónir árið 2006 og það var metið á 120 milljónir árið 2018, á það að vera reiknað með þegar skattgreiðslur eru reiknaðar í prósentum?
Ef listaverk sem keypt var árið 2006 á 60.000, er milljón krónu virði í dag, ætti það að reiknast inn í tekjuskattstofn viðkomandi?
Staðreyndin er sú að einbýlishúsið "nýtist" eigendum sínum ekki "meira", listaverkið hangir ennþá á veggnum og veitir ánægju og hlutabréfin í Amazon geta risið eða fallið og eru eign sem skapar ekki meiri tekjur, nema hugsanlega sem arð, sem er þá skattlagður.
Þannig geta t.d. hlutabréf lækkað verulega í verði frá þeim degi sem skila á skattskýrslu, til þess dags sem standa á skil á skattinum, þó að þau hafi aldrei verið seld.
Að öllu þessu sögðu má að sjálfsögðu alltaf deila um hvað skattprósenta á að vera, hvað flókin skattalöggjöf á að vera, á að útrýma undanþágum o.s.frv.
En að skattleggja óinnleystan "bóluhagnað", því ekkert er í hendi þangað til hlutabréf eða aðrar eignir eru seldar, er óráðsplan.
P.S. Þó ekkert sé hægt að fullyrða, má telja líklegt að skattgreiðslum þeirra auðugri hafi verið vísvitandi lekið af ríkisstjórn Joe Biden, enda fátt árangursríkara til að afla stuðnings almennings við stórfelldar skattahækkanir.
Sorglega staðreyndin er sú að líklega munu þeir sem eru mun lægri staddir í "stiganum" vera þeir sem borga, enda hafa þeir síður efni á því að ráða "bestu skattalögfræðingana" o.s.frv.
Þeir eru heldur ekki á þeir sem sitja tugþúsunda dollara málsverði til stuðnings stjórnmálamönnum.
Það verða því ekki þeir á toppnum sem borga, heldur þeir sem standa neðar í stiganum.
Raunbreytingin verður lítil, en lélegir stjórnmálamenn geta stært sig af því að hækka skattprósentuna, en flestar eða allar undanþágurnar verða enn til staðar.
P.S.S. Það er eiginlega hálf sorglegt að sjá mbl.is ýta undir fréttaflutning af þessu tagi.
Greiddu ekki krónu í skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2021 | 02:31
Að treysta flokksfólki skapar sterkan lista
Þó að listar Sjálfstæðisflokksins komi ekki til með að líta nákvæmlega eins út og ef ég hefði verið fenginn til þess að stilla þeim upp, verð ég að segja að mér líst ágætlega á úrslitin.
Listinn er samblanda af reynslu og nýliðun og getur, ef vel er haldið á spilum, markað upphaf nýrrar sóknar Sjálfstæðisflokksins á meðal ungs fólks.
En til framtíðar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að líta í eigin barm og stokka spilin öðruvísi.
Það sem veldur mér mestum áhyggjum (vinstristjórnir eru í martraðir í mínum draumförum) er ákveðin einsleitni listans og því takmörkuð skýrskotun til þjóðfélagsins.
Fyrstu fjögur sætin eru "úr ráðuneytunum", að sjálfsögðu er ekkert óeðlilegt við að ráðherrar skipi efstu sæti á framboðslistum, en ef til vill er þörf á því að gefa því gaum þegar 3. af 8 efstu eru aðstoðarmenn ráðherra, eða fyrrverandi.
Eru lögfræðingar 5. af 8 efstu í prófkjörinu? Einhvern veginn taldist mér svo til, þó að ég geti ekki verið 100% viss um menntun allra frambjóðenda.
Vissulega fækkar um einn lögfræðing ef Brynjar afþakkar sæti á listanum, en eigi að síður er þetta umhugsunarvert.
Hvað skyldu margir á listanum hafa einhverntíma verið í þeirri stöðu að greiða út laun í stað þess að taka á móti þeim?
Það er einmitt af slíkum ástæðum sem svo ánægjulegt er að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur vinna góðan sigur í Suðurkjördæmi, komandi beint úr atvinnulífinu.
Því það er atvinnulífið sem skapar velsæld og velmegun.
Auðvitað eru slíkar vangaveltur langt í frá bundnar við Sjálfstæðisflokkinn. Ég þori nú ekki að segja að að minni mitt sé gott, en er ekki eini frambjóðandinn sem hefur komið fram hjá nokkrum flokki (enn sem komið er) og tengist verkalýðshreyfingunni, fyrrverandi formaður hjá verkalýðsfélagi háskólamanna?
Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarfar, en hefur óendanlega möguleika, en líklega jafn marga pitti.
En það fer best á að Alþingi sé samkoma einstaklinga héðan og þaðan úr þjóðfélaginu, með reynslu af alls konar aðstæðum.
Einsleitni mun ekki skila Íslendingum fram á við.
Það er þarft að hafa í huga.
P.S. Svo má auðvitað velta fyrir sér að ef úrslitin hefðu verið á þann veg að karlar hefðu skipað 3. af 4. efstu sætunum, hvað margar "Sjálfstæðiskonur" væru að íhuga að segja sig úr flokknum.
En það kann að koma flokknum til góða að það eru engin "karlafélög" starfandi innan hans.
Guðlaugur Þór sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég mæli heils hugar með því við alla að hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Kristrúnu Heimisdóttur á Sprengisandi frá því í morgun.
Þar er fjallað um "stjórnarskrármálið" og hvernig sú umræða hefur endað á villigötum og í raun hálfgerðu öngstræti.
Þar er talað um grein sem Kristrún skrifaði í tímarit lögmanna fyrir skemmstu. Ég hef ekki lesið greinina og ekki áskrifandi af því tímariti, þannig að ég hef ekki lesið greinina.
En viðtalið var gott og Kristrún setti fram mál sitt af skynsemi og yfirvegun.
Það er í raun ótrúlegt að enn skuli vera til stjórnmálaflokkar sem hafa það á meðal sinna helstu mála í komandi kosningum að lögfesta "nýju stjórnarskránna".
Það er eðlilegt að vara við slíkum flokkum.
En viðtalið við Kristrúnu má finna hér.
Að sjálfsögðu er eðlilegt að ræða og gera breytingar á stjórnarskránni, en kollsteypur ber að varast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2021 | 14:23
Kókaín og áhættusamt kynlíf fugla
Upplýsingaflæðið er mikið nú til dags og erfitt að velja úr öllu því sem býðst. Hér fyrir neðan er stórskemmtileg ræða Rand Paul, sem hann flutti nýlega í Bandarísku öldungadeildinni.
Umræðuefnið er fjármál Bandaríska ríkisins og sóunin sem Paul telur þar viðgangast.
Það er rétt að minnast á að ræðan er rétt undir 30 mínútum, því enn eru til stjórnmálamenn sem koma ekki hugsunum sínum fyrir í "tvíti".
En ræðan er fróðleg og ég mæli með henni, tilvalið t.d. á meðan unnið er í tölvunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)