Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Ekki jákvætt að svíkja kosningaloforð, en...

Auðvitað er almennt ætlast til að stjórnmálamenn haldi kosningaloforð sín, þó að vissulega sé þar oft verulegur misbrestur á.

En stundum getur verið nauðsynlegt að svíkja loforð og stjórnmálamenn verða líka að hafa hugrekki til þess.  Þá fer best á að koma heiðarlega fram og viðurkenna svikin og útskýra hvers vegna þau hafi verið nauðsynleg.

Olía og aðrir orkugjafar eru nú það mikilvæg "geopólítisk" vopn, að nauðsynlegt er að auka framboð á þeim með flestum ef ekki öllum tiltækum ráðum.

Auknu framboði mun vonandi fylgja lægra verð sem kemur flestum (en ekki öllum) til góða.

Gott skref hjá Biden, sem sannarlega má við slíkum skrefum þessa dagana.

 

 


mbl.is Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökræður: Er hægt að treysta "meginstraumsfjölmiðlum"?

Mér þykir alltaf gaman að hlusta á góðar, kurteislegar en "harðar" rökræður. Þær rökræður sem má finna hér að neðan og fjalla um hvort hægt sé að treysta "meginstraumsjölmiðlum", eru á meðal þeirra betri sem ég hef séð um all nokkra hríð. Douglas Murray fer hreinlega á kostum.

Ég fann þetta myndband á Youtube, en rökræðurnar, sem eru haldar af Munk Institute og fóru fram í Toronto síðastliðinn nóvember, má einnig finna hér og hér.

Reyndar er heimasíða "Munk Debates" vel þess virði að skoða, þar er margt athyglisvert að finna.

En þeir sem rökræða hér eru: Matt Taibbi, Douglas MurrayMalcolm Gladwell og Michelle Goldberg.

Virkilega vel þess virði að horfa/hlusta á.

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband