Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
10.4.2021 | 00:13
Bóluefni og upplýsingaóreiða
Það hefur mikið verið rætt um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og annað í þeim dúr upp á síðkastið, líklega sérstaklega á síðasta ári.
Mikið hefur borið á því að aðilum eins og Rússum, Kínverjum og Írönum séu taldir standa á bakvið óreiðuna og ég tel að vissulega hafi svo verið á stundum.
Það er enda gömul saga og ný að ríki reyni noti margvíslegar aðgerðir til að hafa áhrif í öðrum ríkjum bæði í kosningum sem í öðrum málefnum.
Slíkar tilraunir eru langt í frá bundnar við þau þrjú ríki sem nefnd eru hér að ofan.
En hvað varðar bóluefni og umræðu um þau, sérstaklega í Evrópu, geta Rússar sem aðrir hallað sér aftur og látið sér nægja að fylgjast með umræðunni.
Evrópskir leiðtogar, stjórnmálamenn og vísindamenn hafa alfarið tekið að sér að upplýsingaóreiðina og "vitleysis" fréttirnar.
Fyrst mátti t.d. ekki gefa bóluefni Astra/Zeneca þeim sem voru eldri en 65 ára. Svo mátti ekki gefa neinum það.
Svo mátti gefa þeim svo voru eldri en 70. ára bóluefni Aztra/Zeneca, svo mátti gefa það körlum á öðrum aldri, en ýmsir vísindamenn segja þó að það sé áhættunnar virði að þyggja títtnefnt bóluefni.
Hverjum viltu trúa?
Svo eru þeir sem segja að bóluefni gefi ekki 100% vörn (sem er líklega rétt), því sé ekki rétt að gefa þeim sem eru bólusettir neinn forgang.
Þannig að þeir sem eru í lítilli hættu á að smitast hagnast lítið sem ekkert á því að láta bólusetja sig, eða er ég að misskilja útreikningana?
Staðreyndin virðist mér vera sú að forsvarsmenn Evrópusambandsins eru gjörsamlega búnir að klúðra bólusetningarmálunum, og með því að "hengja sig" við "Sambandið" deila Íslensk stjórnvöld klúðrinu.
"Faraldurinn" herjar lang verst á Evópulönd. Þar á eftir i lönd í Ameríku. Það þarf því enginn að undra að lönd í þeim heimsálfum hafi gengi harðast fram í að tryggja sér bóluefni.
Þó virðast lönd innan Evrópusambandsins (og að hluta EES) hafa gert þau mistök að hafa treyst um of á "miðstýrt apparat" "Sambandsins" sem hefur enga reynslu í slíkum efnum, eða er vant að höndla heilbrigðismál.
Sé afrekaskrá Ursulu Von Der Leyen skoðuð í Varnarmálaráðuneyti Þýskalands, þarf fáum að koma á óvart að hún valdi ekki slíku verkefni.
Sú afrekaskrá byggist ekki hvað síst á því að "ráðast" á þá sem bera ábyrð á mistökunum (rétt eins og Aztra/Zeneca) og fría sjálfan sig.
En hitt er svo rétt að velta fyrir sér, að ef allt það sem sagt hefur verið um bóluefni Astra/Zeneca á mismunandi tímum er rétt, það er ef við göngum út frá því að vísindin byggist á viðbótarþekkingu.
Hvers vegna í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að vera þátttakendur í slíkri tilraun, án þess að vera tilkynnt um slíkt fyrirfram og án þess að samþykkis þátttakenda sé aflað?
Er einhver von um að slíkri spurningu sé svarað?
Forsætisráðherrar fá efni AstraZeneca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2021 | 18:57
Forvirkt gæsluvarðhald ólögmætt
Ég get ekki neitað því að mér fannst gleðilegt að heyra að ákvörðun um að að hluti þeirra sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að sæta forvirku gæsluvarðhaldi/sóttkvíarhús hafi verið hnekkt fyrir dómstólum.
Það virðist einfaldlega hafa verið gengið út frá því að ákveðin áhætta væri á því að einstaklingar brytu af sér.
Sú meginregla réttaríkja að í það minnsta rökstuddur grunur þurfi að vera um afbrot, til að megi svipta einstaklinga frelsi var að engu hafður.
Það virðist hafa verið talin hætta á að viðkomandi einstaklingar brytu af sér. Gæsluvarðhald/sóttkví verður því talin forvirk aðgerð.
Vissulega geta verið rök fyrir því að gera ákveðnar kröfur til dvalarstaðar þeirra sem ætlað er að vera í sóttkví.
Það kann jafnvel að vera talið sé nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem í sóttkví dvelja.
Allt þarf það þó að byggjast á lögum.
Það er hálf skrýtið að sjá alla þá sem hafa stigið fram og talið að lögmenn og dómstólar ættu að fara eftir einhverju öðru en þeim lögum sem gilda í landinu.
Að lög gildi í landinu eða að grundvallarregla sé að einstaklingar séu saklausir þangað til sekt sé sönnuð, hvað þá að ekki sé ástæða til að refsa þeim sem ekkert hafa brotið af sér, virðist ekki vefjast fyrir þeim sem þannig tala.
Ég finn alveg rosalega mikið traust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)