Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Ein gata - 64 myndir

"Heimsfaraldurinn" hefur haft margvísleg áhrif.  Víða hafa lokanir verið strangar og bitnað hvað harðast á smáum sérverslunum, veitingahúsum, litlum þjónustuaðilum og þeim sem hjá þeim starfa.

Hér má sjá seríu 64. mynda sem allar eru nýlega teknar á Queen Street í Toronto.

Samtök sjálfstæðra Kanadískra fyrirtækiseigenda segir ástandið svart á meðal félagsmanna sinn og að einn af hverjum 6 þeirra séu í óvissu um hvort að fyrirtæki sitt lifi af.

Það er fjöldi upp á u.þ.b. 181.000 fyrirtæki sem gætu lokað, sem hefði í för með sér atvinnumissi fyrir allt að 2.4, milljónir einstaklinga.

Ef svo illa færi, bættist sá fjöldi við þau 58.000, fyrirtæki sem lokuðu á árinu 2020. En talað er um að í meðalári verða u.þ.b. 7000 fyrirtæki í landinu gjaldþrota.

Það virðist því margt benda til að smærri fyrirtæki, sérstaklega í verslunar- og þjónustugeiranum, og starfsfólk þeirra, fari áberandi verst út úr lokunaraðgerðum stórnvalda um víða veröld.

Stórfyrirtæki og keðjur virðast almennt komast betur frá aðgerðunum, svo ekki sé minnst á opinber fyrirtæki.

Ef til vill eru aðgerðir frekar sniðnar að stærri fyrirtækjum og/eða að þau eiga auðveldar með að uppfylla þau skilyrði og skila upplýsingum og umsóknum um styrki til hins opinbera.

Það eru því sjáanleg merki um að flóra fyrirtækja verði mun fátæklegri og einhæfari þegar aðgerðum stjórnvala linnir, hvenær sem það verður.

 

 

 

 


mbl.is „Ég á ekki pening fyrir mat“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegir bólusettir ferðamenn, en "litakóði" í lagi?

Það er býsna merkilegt að fylgjast með umræðum um hvort að óhætt sé að hleypa bólusettum einstaklingum sem koma utan Schenge svæðisins inn til Íslands.

Það er rétt að hafa í hyggju að eingöngu er að ræða um bóluefni sem hafa hlotið samþykki innan Evrópusambandsins sem Ísland hefur ákveðið að tengja sig við, sem vissulega væri þarft að ræða.

Skyldu þingmenn eins og t.d. Guðmundur Andri, telja að bólusettur einstaklingur frá Bretlandi sé hættulegri en bólusettur einstaklingur frá Belgíu?

Er bólusettur Íri hættulegri en bólusettur Lithái? 

Er það ekki bólusetninging sem skiptir máli fremur en búsetan?

Hins vegar er sú ákvörðun að leyfa íbúum á Scengen svæðinu að koma til Íslands byggt á "litakóðum" skiljanleg, en þó mikið umdeilanlegri.

En þá bregður svo við að stór hluti stjórnarandstöðunnar lætur sig það littlu skipta, enda í raun verið að framselja vald til að ákvaða hverjir geti komið til Íslands í hendur stofnunar Evrópusambandsins.  

Og í mörgum flokkum stjórnarandstöðunnar þykir ekki tilhlýðilegt að tala á móti slíku fyrirkomulagi.

Þannig blandast saman pólítík og sóttvarnir, þó að flestir reyni að klæða slíkt í "vísindalegan búning".

Það er hins vegar flestum ljóst að "litakóðinn" byggir á hæpnum grunni, enda ekki til nein ein aðferð sem notuð er til skrásetningar á þeim tölum sem hann byggir á.

Skimanir eru mis víðtækar, og "áreiðanleiki" heilbrigðiskerfa einnig.

En allir vilja trúa vísindamönnunum, bara ekki nauðsynlega þeim sömu, enda skoðanir þar skiptar eins og víða annars staðar.

En það styttist vissulega í kosningar.

P.S. Hér má hlusta á viðtal við Guðmund Andra á Bylgjunni um málið.  Þar hamrar hann enn á því vafasamt sé að hleypa einstaklinum utan Schengen svæðisins til Íslands, en ekkert er talað um "litakóðann" væntanlega.

Þar er haft eftir Guðmundi Andra í fyrirsögn, að hann vilji að "Þórálfur" ráði þessu.  Ég ætla ekki að dæma um hvort að þar er um "Freudian slip" að ræða hjá þeim Bylgjumönnum.

 

 

 


mbl.is Brot á sóttvarnalögum eða eðlileg ráðstöfun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er allt hægt með Lego - Lego DJ plötuspilarar og mixer

Það er allt hægt með lego. Eða í það minnsta flest.  Hér að neðan er myndband, þar sem byggðir eru 2. vinylspilarar og mixer og með örfáum aukahlutum og lóðbolta.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband